Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 57
— Si, si. Sylvíó Buenarotti. Hann bauð mér upp á ostrur og gæsalifr-
arkæfu og hvítvín með ostrunum og rauðvín með kæfunni. Karlamir vom
líka ógurlega sætir við mig, þótt þeir litu út eins og gamlir skúrkar. Ég
veit líka ekki nema mafían sé á bak við þennan stað sem hann rekur í
Flórens. Hann þekkir að minnsta kosti fullt af dularfullum peyjum. En
mér var sama um það og þeir máttu vera hver sem var fyrir mér, og við
vomm saman í París tvo næstu daga. Svo spurði hann hvort ég vildi ekki
keyra með þeim til Ítalíu og auðvitað sagði ég já — Ferrari og hundrað
og fimmtíu eftir allri Rivémnni. Hún blístraði lágt.
— En hvað sögðu mennimir sem héldu námskeiðið? datt ósjálfrátt
upp úr honum, því honum ofbauð þessi skortur á ábyrgðartilfinningu.
Hún lyfti brúnum og setti upp fyrirlitningarsvip. — Þeir geta sko farið
í rass og rófu. Það kom eitthvert æðisgengið skammabréf á Klapparstíg-
inn, hótun um málaferli og allt það, en ég var þá löngu flutt þaðan og þeir
vita ekkert hvar ég á heima, finna mig aldrei. — Ég hefði heldur ekki
viljað missa af Ítalíu. Svipurinn mildaðist og það kom draumkenndur
hljómur í röddina. — Flórens er yndisleg.
— Og ertu þá ástfangin af honum, þessum Sylvíó?
— Astfangin? Ertu frá þér? Svoleiðis er nú bara bull sem maður trúir
á um fermingu. En ég var hrifin af honum fyrir hvað hann var fallegur.
Ekki út af peningunum. Hann hafði svo ægilega fallega húð á brjóstinu,
maganum, fótunum — alls staðar. En veistu hverju ég var mest hrifin af?
Hann var með svo lítið typpi, alveg eins og hann væri tíu ára. Ertu
hneykslaður? Ég hata karlmenn sem eru loðnir og grófir. Flestir karlmenn
eru svoleiðis. En hann var eins og Amor eða Appolló. Hún beygði sig
áfram og hélt silfurmeninu upp að englinum. — Þetta er Appolló. Hann
gaf mér hann síðasta daginn sem við vorum í París. Frummyndin er á
einhverju safni í Frakldandi. En ég kalla hann samt Sylvíó, skilurðu? Af
hverju ertu svona ömurlegur á svipinn?
— Ömurlegur?
— Æ, ég meinti það ekki, en ég vil að þú sért glaðlegri. Ég reyni þó
að vera pínulítið glöð, þótt ég sé það eiginlega alls ekki.
Hann þagði og vissi að hún sagði satt. Hann var ömurlegur, það var
einmitt rétta orðið. Meðan hún sagði frá hafði vaknað með honum sár
vonleysiskennd — ömurleikakennd, sem myrkrið og vissan um að hún
mundi bráðum fara gerði nærri óbærilega. Þarna handan við hafið, þama
TMM 1992:2
55