Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 59
lengi hún hafði verið að stjana þetta við hann, greiða honum, klippa hárið
við eyrun, dekkja á honum augabrýnnar og farða hann í kringum augun.
Loks tók hún upp flösku með grænum miða, hellti varlega úr henni í lófa
sér og löðrungaði hann létt á eyrun og vangana. — Nú kemur af þér fín
lykt, sagði hún og bar það líka á hálsinn á honum og hann sveið ofurlítið.
— Ég skil flöskuna eftir, því ég vil að þú eigir hana. Lyktin á að minna
þig á mig, sagði hún um leið og hún fór að tína hlutina á borðinu niður í
tuðruna aftur. Hann horfði á sig í speglinum og sá að hann hafði breyst,
augun voru skýrari og baugamir undir þeim horfnir og það stirndi
næstum á hárið á honum. Svo var það þessi snarpi, þægilegi ilmur sem
fyllti vitin.
Hann stóð upp og settist í litla sófann á ný og hún settist líka, en ekki
í stólinn, heldur við hliðina á honum. Svo þögðu þau bæði stundarkom.
— Þú átt að reyna að vera hamingjusamur, sagði hún. — Af hverju
finnurðu þér ekki einhverja?
— Einhverja?
— Það líst nógum á þig. Þú bara lokar þig svo mikið af. Þú veist að
mér leist svo vel á þig — líst vel á þig. Röddin varð að hvísli og hann
fann að hún sat alveg þétt uppi við hann. Svo fann hann hvemig hún
renndi tveim fingrum inn á milli hnappanna á skyrtunni hans og gældi
varlega við bringuna á honum.
— Nei, ekki núna, sagði hann og var gripinn djúpri og einkennilegri
hryggð. Gætilega dró hann höndina á henni burtu, en sleppti henni samt
ekki al veg. Hann gmnaði að hún segði þetta ekki í einlægni, heldur aðeins
til þess að þóknast honum, hugga hann. Samt var gott að heyra hana segja
þetta. A morgun tæki við magaspeglunin eftir sveskjukúrinn og hvað svo
. . . Eftir síðustu rannsókn hafði hann ekki fengið ljós svör. Ekki svo að
skilja að hann óttaðist neitt. En ekkert var fjær honum nú en að fara að
„finna sér einhverja.“ Fyrir honum var heldur ekki nein önnur en hún,
þótt hann mundi aldrei segja það. Nei, aldrei... — Hvemig er hann þessi
Sylvíó þama. Ég á við hvort þið séuð mikið saman, hvort hann sé góður?
Hann fann einhverja kynlega þörf fyrir að spyrja hana þessa.
— Hvemig þá góður? Hún yppti öxlum og brosti dauflega. — Ekki
eins og þú. Þú ert hundrað sinnum betri. Eiginlega er hann alls ekki góður.
Hann er „shit“ — „big shit“ — „sporcaccione“. Þrjóskusvipnum brá fyrir
á andlitinu aftur. — Hann var alltaf að reyna að fá mig til að gera nokkuð
TMM 1992:2
57