Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 65
Loksins hittum við á réttu myndina. Við kaupum hana ekki með afborgunum. Það er ekki okkar máti að skulda. Við bara kaupum og borgum og förum heim og hengjum hana á vegginn, einmitt á staðinn þar sem stóra ljósmyndin hékk áður af ömmu og afa. Hún skildi eftir dökkan blett á veggnum og ágætt að láta málverkið hylja hann þangað til við förum að mála íbúðina með vorinu. Svo hugsum við ekki meira um það. Ef einhver kemur og spyr: Af hverju keyptuð þið endilega þessa mynd? Þá svörum við hálft í gamni og alvöru: Vegna rammans. Hann er það eina sem við skiljum. Fólk yppir öxlum, enda sér það ekkert sérstakt við rammann eða að við séum orðin sérstaklega skrítin. Sem betur fer er hægt að sitja í rólegheit- um undir myndinni. Við völdum til að byrja með mynd sem er ekki í truflandi litum. Þessi hefur engin slík áhrif. Þess vegna er hægt að sitja rólegur undir henni og segja frá síðasta ferðalaginu til útlanda, hvað hót- elið hafí verið fínt, sjónvarp í hverju her- bergi og maturinn í toppgæðaflokki. En fólki fínnst ekkert vera orðið ódýrara að versla þar en heima, er sagt með vissri þjóðarrembu, en bætt við: Nema fyrir jólin; því þar eru útsölumar fyrir þau en ekki eftir nýár, eins og hér. Loksins þegar gestirnir eru farnir sitjum við fyrir framan myndina mettuð af lýsing- um á erlendum verslunarhöllum. Það er kannski vegna þess hvað við verðum þreytt meðan á heimsóknum stendur að hugurinn hvarflar að myndinni og við horfum oft á hana yfir sófanum þar sem gestimir sitja, en við í óþægilegu stólunum á móti og hljótum því óhjákvæmilega að sjá hana. Það fer jafnvel að renna upp fyrir okkur ljós hvað varðar efni hennar, gerð og innihald. Sláum því föstu að myndin sem hér er til umræðu hafi vakið smám saman einhverja hugmynd hjá okkur og hún sé í nokkmm liðum. Úr því að minnst var á rammann er best að ræða fyrst um hann. Ramminn er einlit- ur, í svörtum lit, afar einfaldur og þess vegna frábrugðinn íburðarmiklum römm- um. Af honum getum við slegið því föstu að þetta er nútímamynd. Utan um hana er ekki bara rammi heldur er hann samræmdur myndefninu á þann hátt, að listamaðurinn lætur vera á honum annan litinn í myndinni. í henni eru reyndar aðeins tveir litir. Þetta hefur valdið okkur talsverðum heilabrot- um. Hvers vegna er ramminn hafður svartur en ekki til að mynda hvítur eða í rauðum lit? Okkur finnst það hljóta að stafa af því að ef hann væri hvítur yrði hann framlenging á hvíta litnum á kartoninu kringum mynd- ina. Með litnum á rammanum er málarinn að afmarka mynd sina með lit sem er í senn hluti af henni og takmörk hennar. Myndin hefst og henni lýkur innan rammans. Hún er þannig afmörkuð í tíma og rúmi. Enginn skyldi halda að við höfum valið myndina vegna rammans, en hann hefur auðvitað sitt að segja. Enginn má heldur halda að við höfum valið mynd sem er í tveimur litum vegna þess að við höldum að það sé auðveldara að skilja mynd sem er í fáum litum en þá sem er í mörgum. Svarti og hvíti liturinn gefa líklega í skyn að myndefnið fjalli um hliðstæður sem fela í sér andstæðu, andstæðu lita sem reynir að leita að og finna tilfinningalegt samræði eða samruna í einhverju, til að mynda í holdi eða líkama og sálinni í senn. TMM 1992:2 63 k.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.