Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 74
vilji að ungir rithöfundar fari að endurtaka formtilraunir sem gerðar voru fyrir 25 ár- um. Því fer víðs fjarri. Krafan um að gefa söguþræðinum á kjaftinn er orðin að klisju fyrir lifandis löngu. En ég vil vara við því viðhorfi sem kemur fram í grein Gísla Sig- urðssonar, að bókmenntir eigi að vera skemmtilegar og hnyttnar, að þær eigi að vera með húmor og vel skrifaðar og það sé allt og sumt. Ég hef ekkert á móti skemmti- legum bókum en mér finnst bara að Gísli sé einum of sáttfús við rithöfundana og að rithöfundamir séu einum of sáttfúsir við þjóðina (bæði hvað varðar form og innihald skáldsagnanna). Uppskrift Gísla að góðri sögu fellur eins og flís við rass að kröfunni sem söguþjóðin og markaðurinn gera til bókmennta og þær kröfur eru afturhalds- samar. Ég er ekki einu sinni viss um að Gísli hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að bókmenntir þurfi að vera „vel skrifaðar". Þvert á móti, „vel skrifuð bók“ er bók sem fellur að ríkj- andi málsmekk og ríkjandi bókmennta- smekk. „Vel skrifuð bók“ getur aldrei opn- að nýjan kafla í bókmenntasögunni, eins og Gísli virðist halda. Mér er til dæmis til efs að Vefarinn miklifrá Kasmír hafi almennt þótt vel skrifuð bók þegar hún kom fyrst út. Og ég held að ungur og metnaðarfullur rithöfundur yrði ekkert ánægður ef hann fengi ekki annan dóm um fyrstu bókina sína en að hún væri vel skrifuð. Bækur Guð- bergs og Steinars Siguijónssonar em ekkert sérstaklega vel skrifaðar. Myndmál Guð- bergs er stundum nykrað, setningarnar oft óþjálar og uppbygging textans óhnitmiðuð. Ég er handviss um að Guðbergur myndi ekki fá háa einkunn í íslenskum stíl í Menntaskólanum í Reykjavík. Og samt eru bækur Guðbergs eitt það besta sem gefið hefur verið út á Islandi á þessari öld. Ég veit ekki hvað það er sem gerir bækumar hans að góðum bókum. Ég veit ekki hvað það er sem gerir góðar bækur að góðum bókum. — En ég held að rithöfundamir þurfi að vera hugrakkir og sjálfstæðir og að þeir megi passa sig á þjóð sinni. 72 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.