Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 76
hann sýnist bera vott um ytri auðlegð, er í
raun fátæktin einber, því að vanþekking er
fátækt, hugsunarleysi er fátækt, fegurðar-
leysi er fátækt.
( ... ) því að vanþekking er
fátækt, hugsunarleysi erfá-
tœkt, fegurðarleysi erfátœkt.
Við iifum á breyttum tímum, en þó hefur
ekkert breyst í raun. Hin ytri staða Ríkisút-
varpsins hefur breyst með afnámi einkarétt-
ar og tilkomu nýrra útvarpsstöðva og
sjónvarpsstöðvar — en í raun er staða Rík-
isútvarpsins hin sama og þörfin fyrir það
hin sama og í öndverðu. Og það er einfald-
lega vegna þess að hinir nýju ljósvakafjöl-
miðlar hafa engu bætt við — nema til-
gangsleysi. Þeir skipta ekki máli fyrir til-
veru okkar, af því að þeir eiga sér hvorki
skilgreint hlutverk né hugsjón. Þeir ætla sér
ekkert sérstakt annað en að vera til og eltast
við það sem þeir álíta vera smekk fjöldans.
Það er einmitt í þessu atriði sem við finn-
um skýran greinarmun á eðli ríkisútvarps
og svokallaðra frjálsra fjölmiðia. Sá sem
eltist í sífellu við smekk fjöldans fær engu
áorkað, engu breytt. Hann mun aldrei gera
nokkurt gagn, fremur en sá sem er alltaf að
reyna að vera vinsæll. Hann er líkt og
stjómmálamaður sem á þá hugsjón eina að
láta kjósa sig. Hann er gagnslaus þegar best
lætur, en oftast skaðlegur þegar til alvör-
unnar kemur. Því er nefnilega svo farið, að
sá sem ætlar að geðjast öllum, endar oftast
á því að geðjast engum — sem betur fer —
ætti kannski að bæta við. Og sá sem segir
öðrum aðeins það sem þeir vilja heyra,
hann hefur í raun ekkert að segja.
Hinir svokölluðu frjálsu ljósvakafjöl-
miðlar lifa samkvæmt því sem nefnt er
„lögmál markaðarins" og er orðið ýmsum
að nokkurs konar trúaratriði í líkingu við
steintöflur þær er Móses bar niður af Sinaí-
fjalli. Þetta felst í því að vera háður auglýs-
ingatekjum, og til þess að afla þeirra þarf
að sýna fram á vinsældir meðal notenda,
eins og allir vita. Einkenni slíkra stöðva er
lítt vönduð dagskrárgerð með ódýrri af-
þreyingu. Það þarf auðvitað ekki að tákna
að öll dagskráin sé því marki brennd. Innan
um geta verið þættir sem unnireru af nokkr-
um metnaði. En afþreyingin er samt meg-
ineinkenni.
Hugmyndin um ríkisútvarp eða opinber-
an ljósvakafjölmiðil er þveröfug. Hún
byggist á þeirri skoðun að nauðsyn sé að
gefa almenningi kost á vandaðri dagskrá til
menningarauka og eflingar þroska. Og
jafnframt að slíka dagskrárgerð þurfi að
styrkja af almannafé og/eða með fjárfram-
lögum til þess beinlínis að gera stöðvamar
óháðar eða sem minnst háðar auglýsinga-
tekjum. Slíkri hugmynd fylgir með öðrum
orðum einnig vantrú á að auglýsingastöðv-
ar séu færar um að gegna menningarhlut-
verki.
í 3. grein útvarpslaga frá 1971 er menn-
ingarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint
ljóslega. Þar segir: „Ríkisútvarpið skal
stuðla að almennri menningarþróun þjóðar-
innar og efla íslenska tungu.“ Svo er sagt
nánar hvemig þetta skuli gert: með því að
flytja efni á sviði lista, bókmennta, vísinda
og trúarbragða, efla alþýðumenntun, halda
uppi rökræðum um almenn málefni með
þeim hætti að menn geti gert sér grein fyrir
mismunandi skoðunum, flytja fréttir og
fréttaskýringar, hafa í heiðri lýðræðislegar
grundvallarreglur og virða tjáningarfrelsi.
74
TMM 1992:2
j