Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 80
Starfsemi sjónvarpsins hefur ekki tekið mið af þeirri einföldu staðreynd að grund- völlur íslensks sjónvarps er íslensk dag- skrá, að það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að meira en helmingur dagskrárefnis sé íslenskur, fyrir utan fréttir og auglýsing- ar. Miðað við þessar aðstæður má heita undravert, hverju starfsmenn sjónvarpsins hafa þó fengið áorkað. Og ég veit vel, og við vitum það öll, að starfsmenn sjónvarps- ins sem vinna að íslenskri dagskrárgerð brenna í skinninu að fá að sýna hvað hægt er að gera í íslenskri dagskrárgerð. Að hluta til er þetta innanhússvandi, spuming um skiptingu tekna sjónvarpsins. En megin- vandinn er þó sú staðreynd að eigin tekjur sjónvarpsins geta aldrei staðið undir kostn- aði við slíka dagskrárgerð. Þar verður að koma beinn fjárstuðningur úr ríkissjóði, með einum eða öðrum hætti. Ef sjónvarpið fengi þannig t.d. um 500 milljónir, þá myndi það breyta miklu. Og það þýðir ekk- ert að segja mér að 500 milljónir séu mikið fé í þessu skyni. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur þessa daga og sjá hverju verið er að skipta á milli manna svona til smáglaðnings að gera sér daga- mun. Og við vitum vel að ein meðal kvik- mynd kostar um 100 milljónir. Það verður að hætta að pína Ríkisútvarpið í samkeppni um auglýsingatekjur við lág- menningarstöðvar. En jafnvel í slíkri stöðu, þá má Ríkisútvarpið aldrei elta keppinauta sína út í svað lágkúrunnar eins og þegar sjónvarpið svaraði endurvarpi Stöðvar 2 á stríðsáróðri CNN með sams konar endur- varpi frá SKY. Niðurstaða þessa spjalls er hin sama og upphafíð: Ríkisútvarp, opinbert útvarp, er enn sú hugsjón að efla menningu, menntun, víðsýni og innsæi þjóðar og stuðla að sam- kennd hennar. Ríkisútvarpið er enn leikhús Tálknfirðinga, hljómleikasalurinn á Kópa- skeri, fyrirlestrarsalurinn í Árneshreppi. Ríkisútvarpið er enn eini fjölmiðillinn sem nær til allra landsmanna umsvifalaust. Ef hin upprunalega hugsjón um ríkisútvarp á Islandi á að rætast, verður afstaða íslenskra stjórnmálamanna til gildis menntunar og menningar að gerbreytast í reynd, í athöfn, ekki orði, í efndum en ekki fyrirheitum. Og ég vil ljúka þessum orðum með því að beina einni spurningu til þeirra stjórnmálamanna sem telja að íslensk menning sé of kostnað- arsöm. Hún er svona: ef menntun og menn- ing er of dýr — eigum við þá að einbeita okkur að fáfræði og heimsku? Að stofni til erindi, flutt á ráðstefnu um ríkis- útvarp á vegum Starfsmannasamtaka Ríkisút- varpsins 31. janúar 1992. 78 TMM 1992:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.