Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 104
bendir til að samningar hafi verið illa haldnir. Þá þætti mér fróðlegt að vita á hveiju Þórunn byggir þá fullyrðingu að umræddur samningur (fyrsti samningur Iðju) hafi ekki verið verka- fólki hagstæður. í skýrslu stjómar ASI til 13. sambandsþingsins segir um þessa samninga: „Samningamir vom í heild sinni stórkostlegur ávinningur fyrir verkafólk og einn stærsti sigur Alþýðusambandsins á árinu.“ Verklýðsblaðið, málgagn Kommúnistaflokksins skýrði frá samningunum (11. okt. 1935) undir fyrirsögn- inni „Stórfelldar kjarabætur.“ Og er Runólfur Pétursson, fyrsti formaður Iðju, lagði mat á samningana 25 árum síðar sagði hann: „. . . mátti segja, að frá Iðju hálfu væm samningarnir mjög góðir ...“ Hér með er ekki neitt staðhæft um hver hefur á réttu að standa en fullyrðing Þórunnar krefst rökstuðnings eigi ekki að líta á hana sem markleysu. 15. Þrátt fyrir að löngu máli sé eytt í Álafoss- deiluna er engin grein gerð fyrir lokum hennar og er það raunar ekki eini staðurinn í ritinu þar sem ekki er lokið við að segja frá atburðum en lesandinn skilinn eftir í miðjum klíðum. 16. Á bls. 233 er því haldið fram að frá 16. nóv. 1936 og fram yfir áramót hafi ekkert gerst í samningamálum Iðju. Hér er um hreint bull að ræða því samningar tókust við FÍI 1. desember og þá leystist Álafossdeilan einnig. 17. í tengslum við umfjöllun um aðalfund 14. febr. 1937 em gefnar upp félagatölur (bls. 234). Þessar tölur eiga við 1. janúar 1938. 18. Þá er fullyrt (bls. 235) að „vinnudeilu- nefnd“ hafi verið kosin á fundi í september 1937 en það sem í raun gerðist var að kosin var þriggja manna nefnd til að undirbúa stofnun vinnudeilusjóðs og gera tillögur um fjáröflun. Nokkru neðar á síðunni segir Þómnn um aðal- fundinn lófebrúar 1938: „Aukþess varkosiðí stjórn vinnudeilusjóðs og vom endurkjörin Bjöm Bjamason, Sigurlína Högnadóttir og Jó- hann V. Guðlaugsson.“ Þarna hefur Þómnn þó rétt nafn á umræddri nefnd en til að bæta það upp klúðrar hún nöfnum nefndarmanna. Á fundinum í september 1937 voru kjörin Jóhann- es Jósefsson, Björn Bjarnason og Sigurlína Högnadóttir. Þegar lýst er kosningum á áður- nefndum aðalfundi segir í fundargerð: „Stjórn vinnudeilusjóðs Björn, Jóhannes og Sigurlína.“ Hvernig Jóhann V. Guðlaugsson hefur komist inn í dæmið (eða hver það var) er mér hulin ráðgáta. 19. Á síðu 236 er fullyrt án nokkurs rökstuðn- ings að Framsóknarflokkurinn hafi á þessum tíma rekið fjandsamlega stefnu gegn verkalýðn- um. 20. Þá er á bls. 236-237 fullyrt að „atvinnu- ofsóknir iðnrekenda“ hafi verið verulegt vanda- mál og þar hafi verkafólk ekki átt sér sterkan bakhjarl. Ekki er vitnað til heimilda þessu til stuðnings og verður að segjast eins og er að mér er kunnugt um ákaflega fá dæmi beinna „at- vinnuofsókna“ og í þeim tilfellum sem ég þekki til fékk verkafólk vissulega öflugan stuðning hjá Iðju. 21. Á bls. 237 er vitnað að því er virðist orðrétt í fundargerð en staðreyndin er sú að fyrstu tvær línur „tilvitnunarinnar“ eru samsuða Þómnnar. Ekki er það í sjálfu sér efnislega röng endursögn en ekki heldur eins og fundargerðin er skráð. Auk þess er vandséð að sú ágiskun Þómnnar að tillagan hafi verið munnleg þjóni nokkrum tilgangi og er hún örugglega röng. 22. Á bls. 238 eru undarlegar hugleiðingar um Iðjufélaga sem stofnað hafi smáfyrirtæki og hafi hin lífvænlegri þeirra gjarnan verið keypt upp af fjársterkari aðilum. Ekki em nefnd nein dæmi þessa né vitnað til heimilda. 23. Á sömu síðu er vikið að kjaramálum Iðjufélaga og þar rangt farið með margt. Þórunn vitnar enn ekki til heimilda og því ekki hægt að sjá hvaðan hún hefur tölur sínar en hvorki eru þær úr fundargerð né sjálfum samningunum. Þómnn segir að í fyrstu samningum Iðju, við smjörlíkisgerðimar í Reykjavík, hafi verið sam- ið um 160 kr. mánaðarkaup fyrir konur og 300 kr. fyrir karla. Hið rétta er að konur skyldu fá 180 kr. en karlar 330. Síðan segir Þórunn að þegar næst var samið (og þá við FII) hafi kaup kvenna verið lækkað úr 160 í 150 kr. á mánuði 102 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.