Són - 01.01.2005, Page 79

Són - 01.01.2005, Page 79
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 79 klasar jafngildisflokk með sj, sv og s + sérhljóða en gnýstuðlar verða þeir ekki fyrr en þeir standa, hver fyrir sig, í öllum sætum sem ljóð- stafir. Um gnýstuðlana sk, sp og st er fátt að segja annað en að niðurstöður úr athugun á þeim komu ekki á óvart. Klasinn sk kemur 114 sinnum fyrir í stuðlasamböndum, sp 8 sinnum og st 91 sinni. Lausleg athugun á fjölda orða í Ordbog over det gamle norske sprog (ljósprent 1954) og Íslenzkri orðabók (1980) bendir til þess að þessar tölur séu í nokkuð góðu samræmi við fjölda þessara orða í tungumálinu, þ.e. að á móti hverjum 8–9 orðum sem byrja á sp megi finna um það bil 110–120 orð sem hafa sk í framstöðu og í kringum 90 sem byrja á st. Klasinn sk kemur ekki fyrir hjá Braga Boddasyni sem skýrist væntanlega af því hve lítið er til eftir hann. Eftir það finnst sk í stuðlun hjá öllum skáldunum, mismörg dæmi hjá hverju þeirra. Flest eru þau hjá Stefáni Ólafssyni, sautján talsins, en fæst hjá Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi, tvö. Svipuð niðurstaða er með klasann st nema þar eru dæmin heldur færri og sveiflurnar minni. Það hve klasinn sp kemur sjaldan fyrir getur skýrst af því að orð sem byrja á sp eru mikl- um mun færri en þau sem hefjast á sk eða st. Þar sem þessi orð ganga ekki inn í neinn annan jafngildisflokk verða þau út undan í stuðlun- inni. Það er athyglisvert að oftast kemur klasinn st fyrir hjá Stefáni Ólafssyni, alls níu sinnum. Ekki er í sjónmáli nein skýring á því hvers vegna þessi austfirski klerkur stuðlaði oftar með gnýstuðlum en önnur skáld. Ef til vill er hér um einskæra tilviljun að ræða. Ekki er neinn sjáanlegur munur á þessum þremur klösum eftir því frá hvaða tíma dæmin eru tekin. Gnýstuðlarnir sk, sp og st virðast hafa haldið hlut sínum í stuðluninni án þess að þar yrðu nokkrar þær sveiflur sem vert er að veita athygli. Annað er uppi á teningnum þegar litið er á gnýstuðlana sl, sm og sn. Þeirra verður ekki vart fyrr en hjá Halli Ögmundssyni þegar klasinn sm er í öllum sætunum (sjá töflu 1). Eftir það koma þeir fyrir hjá níu skáldum til viðbótar, alls sextán sinnum. Athyglisvert er að samböndin sl og sn (e.t.v. sm) koma fyrst fyrir sem gnýstuðlar eftir að s-stuðlun er hætt. Þetta sést best þegar litið er á töflu 1 og súluritin í töflu 2 og 3. Athyglisvert er að klasinn sm kemur ekki fyrir nema einu sinni. Eins og áður hefur verið bent á eru orð sem hafa sm í framstöðu mjög fá. Lausleg könnun var gerð til að ganga úr skugga um þetta atriði. Taldir voru í Íslenzkri orðabók (1980) helstu orðstofnar sem hefj- ast á sl, sm og sn. Niðurstaðan var sú að orðstofnar sem hafa sl í fram- stöðu reyndust vera um 130, þeir sem hefjast á sn töldust tæplega 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.