Són - 01.01.2005, Side 82
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON82
hér að ofan. Þá kemur í ljós að fyrstu gnýstuðla með sl, sm og sn
verður vart um sama leyti og s-stuðlunin hverfur. Þetta er athyglis-
verð niðurstaða, meðal annars með tilliti til umræðunnar um stuðlun
við sníkjuhljóð sem gerð var grein fyrir í 2. kafla.
5. Lokaorð
Eitt af því sem vekur athygli þegar litið er yfir 2. kafla greinarinnar,
þar sem gerð er grein fyrir umræðunni um hlutverk hljóðsins s í
stuðlun meðal fræðimanna á 18., 19. og 20. öld er sú staðreynd að
margir virðast ekki hafa gert sér fulla grein fyrir því hver þróun þessa
hljóðs hafði verið í ljóðstafasetningunni. Bæði Jóhannes L. L. Jó-
hannsson og Jakob Jóhannesson Smári eru á þeirri skoðun að sk, sp
og st séu einu gnýstuðlarnir. Þetta kemur heim við það sem Jón Ólafs-
son Svefneyingur heldur fram í fræðiriti sínu sem nefnt er fyrr í
greininni. Augljóst er að Jón miðar við fornöldina og gerir sér ekki
grein fyrir þeirri breytingu sem varð á notkun ljóðstafsins s undir lok
miðalda eða lítur að minnsta kosti vandlega fram hjá henni. Skáldin
sem vilja kynna sér kveðskaparfræði og lesa þessa bók lenda þá í þeir-
ri togstreitu að verða að velja á milli þess sem hinn lærði og virti fræði-
maður heldur fram og hins sem tíðkast hafði í kveðskaparhefð
skálda og hagyrðinga árhundruðin þar á undan. Þetta gæti verið
skýringin á því hvers vegna skáld nota s-stuðlun stundum en líta þess
á milli fram hjá henni líkt og þeim finnist að þau hafi leyfi til að stuðla
í báðar áttir, ef svo má segja, þ.e. eins og þeim finnist í aðra röndina
að s-stuðlun sé ekki í gildi. Slík undanbrögð við stuðlasetningu eru
afar fátíð en þeirra verður helst vart þegar framburðarbreytingar eiga
sér stað og jafngildisflokkar eru á hreyfingu af þeim orsökum.
Öðrum fræðimönnum og skáldum, til dæmis Sigurði Kristófer
Péturssyni og Sveinbirni Beinteinssyni, var ljóst að hefðin var á þá
lund að klasarnir sl, sm og sn væru gnýstuðlar, þ.e. sérstakir ljóðstafir.
Af rannsókninni að dæma virðist svo sem heldur fleiri skáld en færri
hafi áttað sig á því hver hefðin var, líkt og þeir Sveinbjörn og Sigurð-
ur, og litið fram hjá kenningum Jóns Svefneyings (sjá töflu 2).
Tungumál eru í stöðugri þróun og þegar breytingar verða á fram-
burði getur svo farið að jafngildisflokkar stuðlasetningarinnar raskist.
Þetta er þekkt úr íslenskri bragsögu, til dæmis hvað varðar hljóðin v
og j. Til forna stuðluðu bæði þessi hljóð á móti sérhljóðum enda voru
þau hálfsérhljóð. Það átti eftir að breytast; v hætti að líkindum að
stuðla við sérhljóð á 10. öld, j stuðlar við sérhljóð allt fram í byrjun