Són - 01.01.2005, Page 94
94 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
hringnum. Brecht var sannfærður um að ný form þyrfti til að fjalla
um nýja hluti: „Aðeins nýtt inntak þolir ný form. Það krefst þeirra
meira að segja.“12 En það voru ekki bara marxistar sem röktu breyt-
ingar til félagslegra afla. Þeirrar skoðunar var til að mynda einnig
T.S. Eliot sem skrifaði: „Þróun ljóðlistarinnar er í sjálfu sér merki um
þjóðfélagsbreytingar.“13
Hér að framan ræddi ég um greiningu Jakobsons á bundnum
ljóðum. Má draga af henni ályktanir um ljóðbyltinguna frönsku og
orsakir hennar? Sjálfur spurði Jakobson ekki slíkra spurninga mér
vitanlega enda var það ekki háttur strúktúralista að hugsa þannig,
þeir lögðu allt upp úr samtímalegri lýsingu á tungumálinu og fyrir-
bærum þess. En ég hygg að ýmislegt megi af greiningu hans ráða.
Franski bókmenntafræðingurinn Yves Vadé ræðir til að mynda kenn-
ingar Jakobsons og kemst svo að orði:
Skáldskapur í bundnu máli hefur verið til frá ómunatíð og
bragkerfi hafa haldist stöðug öldum saman. Sennilega er það
órjúfanlega tengt eldfornum hugmyndum um að veröldin sé
byggð á samsvörunum, sé samræmisfull heild.14
Gæti hér verið komin ein helsta ástæðan fyrir upplausn bundins máls
í ljóðlist? Að forsenda þess hafi verið brostin, sú forna trú að í sköp-
unarverkinu ríki samræmi hið innra sem ytra, veröldin sé byggð á
speglunum og samsvörunum, hún sé eining þar sem míkrókosmos
svari til makrókosmoss. Vadé bendir á að misræmi í tóni (írónía, mein-
hæðni) hafi farið vaxandi á 19. öld í franskri ljóðlist, fyrst hjá sumum
rómantísku skáldanna en síðan skáldum eins og Rimbaud, Tristan
Corbière og Laforgue. Þetta viljandi ósamræmi innan ramma versgerð-
arinnar á sér stað alveg á sama tíma og prósaljóð eru að verða til. Og
skömmu síðar birtast fyrstu tilraunir með fríljóð. Eftir árþúsunda
stöðugleika fer nú að hrikta í byggingu skáldskaparins. Og árið 1894
flytur Mallarmé fyrirlestur í Oxford og Cambridge og kynnir nýjung-
arnar:
12 „Nur die neuen Inhalte vertragen neue Formen. Sie fordern sie sogar.“ Bertolt
Brecht (1966:333).
13 „… the development of poetry is itself a symptom of social changes“. T.S. Eliot
(1933:22).
14 Yves Vadé (1996:205–206).