Són - 01.01.2005, Page 94

Són - 01.01.2005, Page 94
94 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON hringnum. Brecht var sannfærður um að ný form þyrfti til að fjalla um nýja hluti: „Aðeins nýtt inntak þolir ný form. Það krefst þeirra meira að segja.“12 En það voru ekki bara marxistar sem röktu breyt- ingar til félagslegra afla. Þeirrar skoðunar var til að mynda einnig T.S. Eliot sem skrifaði: „Þróun ljóðlistarinnar er í sjálfu sér merki um þjóðfélagsbreytingar.“13 Hér að framan ræddi ég um greiningu Jakobsons á bundnum ljóðum. Má draga af henni ályktanir um ljóðbyltinguna frönsku og orsakir hennar? Sjálfur spurði Jakobson ekki slíkra spurninga mér vitanlega enda var það ekki háttur strúktúralista að hugsa þannig, þeir lögðu allt upp úr samtímalegri lýsingu á tungumálinu og fyrir- bærum þess. En ég hygg að ýmislegt megi af greiningu hans ráða. Franski bókmenntafræðingurinn Yves Vadé ræðir til að mynda kenn- ingar Jakobsons og kemst svo að orði: Skáldskapur í bundnu máli hefur verið til frá ómunatíð og bragkerfi hafa haldist stöðug öldum saman. Sennilega er það órjúfanlega tengt eldfornum hugmyndum um að veröldin sé byggð á samsvörunum, sé samræmisfull heild.14 Gæti hér verið komin ein helsta ástæðan fyrir upplausn bundins máls í ljóðlist? Að forsenda þess hafi verið brostin, sú forna trú að í sköp- unarverkinu ríki samræmi hið innra sem ytra, veröldin sé byggð á speglunum og samsvörunum, hún sé eining þar sem míkrókosmos svari til makrókosmoss. Vadé bendir á að misræmi í tóni (írónía, mein- hæðni) hafi farið vaxandi á 19. öld í franskri ljóðlist, fyrst hjá sumum rómantísku skáldanna en síðan skáldum eins og Rimbaud, Tristan Corbière og Laforgue. Þetta viljandi ósamræmi innan ramma versgerð- arinnar á sér stað alveg á sama tíma og prósaljóð eru að verða til. Og skömmu síðar birtast fyrstu tilraunir með fríljóð. Eftir árþúsunda stöðugleika fer nú að hrikta í byggingu skáldskaparins. Og árið 1894 flytur Mallarmé fyrirlestur í Oxford og Cambridge og kynnir nýjung- arnar: 12 „Nur die neuen Inhalte vertragen neue Formen. Sie fordern sie sogar.“ Bertolt Brecht (1966:333). 13 „… the development of poetry is itself a symptom of social changes“. T.S. Eliot (1933:22). 14 Yves Vadé (1996:205–206).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.