Són - 01.01.2005, Page 96

Són - 01.01.2005, Page 96
96 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Minna má á fyrstu grunnreglu ímagista: að fjalla beint um hlutina,19 sem þýddi meðal annars að sniðganga skyldi margt það sem áður þótti skáldlegt. Þetta fór reyndar í bága við hugmyndir frönsku sym- bólistanna sem Mallarmé orðaði svo: „Að nefna hlutina er að eyði- leggja þrjá fjórðu hluta nautnarinnar af ljóði sem fólgin er í því að þeir renni upp fyrir manni smám saman: að gefa hlutina í skyn, það er draumurinn“, enda þurfi alltaf að vera leyndardómur í skáldskap og markmið allra bókmennta sé að kveikja grun, særa hlutina fram.20 Segja má að sú tvennskonar ljóðhugsun sem hér hefur verið ýjað að togist á með ýmsum hætti í nútímaskáldskap (Pound væri fulltrúi annars sjónarmiðsins, Eliot hins). Örn Ólafsson er sannur formalisti og kallar það „atvinnusjúkdóm menntamanna“ að gefa gaum að hugmyndum í bókmenntaverkum.21 Allt um það er sannfæring mín að ekki sé hægt að rekja þróunarsögu nútímabókmennta að neinu gagni án þess að huga að því um hvað þær fjalla, án þess að skoða yrkisefnin eða með öðrum orðum þær hugmyndir sem leituðu á skáldin. Hér sem oftar dugar enginn either-orism — ekki annaðhvort form eða inntak — því þættirnir eru samofnir og áhrif þeirra gagnkvæm. Rangt væri þó að álíta að hið nýja inntak framkalli sjálfkrafa breytingar á formi, því formið — eða ljóðhefðin öllu heldur — lifir að vissu leyti sjálfstæðu lífi og hefur níu líf eins og kötturinn. Ung skáld sem eitthvað kveður að finna hins- vegar þörf hjá sér til að brjótast undan valdi eldri kynslóða og gam- alla hefða og finna sinn eigin tón, enda hafa formtilraunir sett mikinn svip á nútímaskáldskap og ‚leitin að hinu nýja og ókunna‘ má heita eitt helsta vígorð skáldanna.22 Því eins og Pound hafði eftir Apolli- naire: Það er ekki hægt að burðast með líkið af föður sínum hvert sem maður fer.23 19 „1. Direct treatment of the ‘thing’ whether subjective or objective.“ Í „A Retrospect“, Ezra Pound (1963:3). 20 „Nommer un objet, c’est supprimer les trois-quarts de la jouissance du poëme qui est faite de deviner peu à peu: le suggérer, voilà le rêve. […] Il doit y avoir toujours énigme en poésie, et c’est le but de la littérature, — il n’y en a pas d’autres — d’évo- quer les objets.“ Stéphane Mallarmé (1945:869). 21 Örn Ólafsson (1992:23). 22 Í áðurnefndri grein minni minntist ég á Baudelaire í þessa veru (Þorsteinn Þor- steinsson 2001:138, 15. amgr.); ‚hið ókunna‘ (l’inconnu) var grunnstef hjá Rim- baud; og Make it new! var vígorð Pounds. 23 Ég hef ekki fundið þessi orð hjá Apollinaire en Pound síterar þau svo í grein um vortisismann 1914: „on ne peut pas porter partout avec soi le cadavre de son père“. Walter Höllerer (2003:318).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.