Són - 01.01.2005, Síða 121
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 121
Örn miðar hinsvegar við það sem hann kallar ‚sundraða fram-
setningu‘ (22) eða ‚samhengisleysi á yfirborðinu‘ (18), og virðist þá
eiga við það að framvinda kvæðis sé rofin með ýmsum hætti og þess
í stað raðað saman lítt samstæðum brotum. Einnig talar hann um
‚óröklega ræðu‘ sem ‚megineinkenni módernra verka‘ (23). (Um þetta
hefur Hugo Friedrich heiti á borð við Fragmentarismus, Inkohärenz og
alogische Dichtung). Þegar að atómskáldunum kemur er niðurstaða
Arnar sú að hjá Hannesi Sigfússyni sé að finna ýmislegt sem passi í
konseptið, „en annars er einkennilegt til þess að hugsa hve oft þessi
skáld í heild hafa verið orðuð við módernisma“.100 Hversu ein-
kennilegt það er fer þó væntanlega eftir því hvernig menn skilja og
skilgreina módernisma. Í Svartálfadansi eftir Stefán Hörð koma að vísu
„fáein ljóð til greina“ að dómi Arnar en hinsvegar finnur hann „sára-
lítið hjá Sigfúsi Daðasyni“. Þegar þannig er um það íslenskt skáld
tímabilsins sem einna víðtækust kynni hafði af erlendum nútíma-
skáldskap og sýnir frá upphafi merki þess í ljóðum sínum, fer mann
að gruna að vitlaust sé gefið. Og við athugun kemur í ljós að hér er
á ferðinni hlutavilla (e. synecdochic fallacy); líkt og fyrirmyndin, Hugo
Friedrich, gerir Örn hluta að heild, þætti í módernisma að módern-
ismanum öllum. Hann hefði þurft að gera þá grein fyrir módernisma-
hugtaki sínu að hann þræði skilning Friedrichs á rómönskum nú-
tímaljóðum og alhæfi hann, en leiði til dæmis alveg hjá sér skáldskap
sem ortur er á ensku málsvæði. Þá hefðu niðurstöður hans orðið
skiljanlegri.
Undarleg er eftirfarandi kenning sem Eysteinn hefur frá Monroe K.
Spears: „Það sem er „módern“ í listum, þarf alls ekki að vera nýtt eða
nýlegt í tímanum. Það sem skiptir máli, er gildi eða skírskotun lista-
verksins en ekki tíminn.“101 Spears nefnir til skáldin Sapfó, Katúllus,
Villon og fleiri í þessu sambandi.102 Ef við lítum á hvaða skáld þetta eru
þá eru það einmitt þau hin sömu og Ezra Pound nefndi víða og hvatti
ung skáld til að læra af allt hvað þau gætu, ekki vegna þess að þau væru
og frumlega myndmál módernista.“ Eysteinn Þorvaldsson (1980:197). Hér er
þröng skilgreining látin ráða örlögum bálksins og rökin eru þau að hann sé
auðskilinn og skorti dirfskufullt myndmál. En ef skáldskaparaðferð Þorpsins er
skoðuð fer ekki á milli mála að ljóðin brjóta í bága við þá ljóðhefð sem ríkjandi
var áður en nútímaljóð komu til sögu á seinnihluta 19. aldar, og eru samkvæmt
því sjálf nútímaljóð. Frekari einkenni og staðsetningu bálksins má svo finna með
greiningu og samanburði við önnur ljóð tímabilsins.
100 Örn Ólafsson (1992:121–122).
101 Eysteinn Þorvaldsson (1980:16).
102 Monroe K. Spears (1970:4).