Són - 01.01.2005, Síða 121

Són - 01.01.2005, Síða 121
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 121 Örn miðar hinsvegar við það sem hann kallar ‚sundraða fram- setningu‘ (22) eða ‚samhengisleysi á yfirborðinu‘ (18), og virðist þá eiga við það að framvinda kvæðis sé rofin með ýmsum hætti og þess í stað raðað saman lítt samstæðum brotum. Einnig talar hann um ‚óröklega ræðu‘ sem ‚megineinkenni módernra verka‘ (23). (Um þetta hefur Hugo Friedrich heiti á borð við Fragmentarismus, Inkohärenz og alogische Dichtung). Þegar að atómskáldunum kemur er niðurstaða Arnar sú að hjá Hannesi Sigfússyni sé að finna ýmislegt sem passi í konseptið, „en annars er einkennilegt til þess að hugsa hve oft þessi skáld í heild hafa verið orðuð við módernisma“.100 Hversu ein- kennilegt það er fer þó væntanlega eftir því hvernig menn skilja og skilgreina módernisma. Í Svartálfadansi eftir Stefán Hörð koma að vísu „fáein ljóð til greina“ að dómi Arnar en hinsvegar finnur hann „sára- lítið hjá Sigfúsi Daðasyni“. Þegar þannig er um það íslenskt skáld tímabilsins sem einna víðtækust kynni hafði af erlendum nútíma- skáldskap og sýnir frá upphafi merki þess í ljóðum sínum, fer mann að gruna að vitlaust sé gefið. Og við athugun kemur í ljós að hér er á ferðinni hlutavilla (e. synecdochic fallacy); líkt og fyrirmyndin, Hugo Friedrich, gerir Örn hluta að heild, þætti í módernisma að módern- ismanum öllum. Hann hefði þurft að gera þá grein fyrir módernisma- hugtaki sínu að hann þræði skilning Friedrichs á rómönskum nú- tímaljóðum og alhæfi hann, en leiði til dæmis alveg hjá sér skáldskap sem ortur er á ensku málsvæði. Þá hefðu niðurstöður hans orðið skiljanlegri. Undarleg er eftirfarandi kenning sem Eysteinn hefur frá Monroe K. Spears: „Það sem er „módern“ í listum, þarf alls ekki að vera nýtt eða nýlegt í tímanum. Það sem skiptir máli, er gildi eða skírskotun lista- verksins en ekki tíminn.“101 Spears nefnir til skáldin Sapfó, Katúllus, Villon og fleiri í þessu sambandi.102 Ef við lítum á hvaða skáld þetta eru þá eru það einmitt þau hin sömu og Ezra Pound nefndi víða og hvatti ung skáld til að læra af allt hvað þau gætu, ekki vegna þess að þau væru og frumlega myndmál módernista.“ Eysteinn Þorvaldsson (1980:197). Hér er þröng skilgreining látin ráða örlögum bálksins og rökin eru þau að hann sé auðskilinn og skorti dirfskufullt myndmál. En ef skáldskaparaðferð Þorpsins er skoðuð fer ekki á milli mála að ljóðin brjóta í bága við þá ljóðhefð sem ríkjandi var áður en nútímaljóð komu til sögu á seinnihluta 19. aldar, og eru samkvæmt því sjálf nútímaljóð. Frekari einkenni og staðsetningu bálksins má svo finna með greiningu og samanburði við önnur ljóð tímabilsins. 100 Örn Ólafsson (1992:121–122). 101 Eysteinn Þorvaldsson (1980:16). 102 Monroe K. Spears (1970:4).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.