Són - 01.01.2005, Side 129

Són - 01.01.2005, Side 129
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 129 á ítölsku fútúristana, en þessir hópar höfðu tæpast nokkur bein áhrif á atómskáldakynslóðina. En að því leyti er athugun Gunnars hárrétt að mínum dómi að atómskáldin voru ekki og litu ekki á sig sem framvarðarsveit (avant- garde), ekki sem fjandmenn allrar fyrri ljóðlistar eins og segja mátti um ítölsku fútúristana, um dadaista og að nokkru leyti um franska súr- realista, en þetta einkenndi víða avantgardismann og greindi hann frá meginstraumi nútímaljóða. Atómskáldin töldu að vísu að endurnýjun íslenskrar ljóðlistar væri óumflýjanleg, og tóku alvarlega það hlutverk sitt að gerast nýjungamenn, en þau höfðu enga sameiginlega stefnu- skrá, fóru ólíkar leiðir og gengu misjafnlega langt.122 Það er ekki fyrr en með Birtingsmönnum að hugsanlega má kalla að komin sé til sög- unnar framvarðarsveit, með tímarit á bak við sig og herskáar yfir- lýsingar, einkum frá Einari Braga sem tók að sér að vera André Breton sveitarinnar (án heragans þó og hreinsananna sem einkenndu stjórn hins síðarnefnda). Ef til vill hefur 68-kynslóðin sem Gunnar ræðir um í grein sinni einnig litið á sig sem framvarðarsveit — í bók- menntum og listum sem flestum öðrum efnum. Hættur fasílítetsins Tómas Guðmundsson mælti tvímælalaust fyrir munn margra þegar hann skýrði nýjungagirni ungu skáldanna fyrir sjálfum sér og öðrum með því að þau réðu einfaldlega ekki við hefðbundið ljóðform: „Menn, sem finna hjá sér köllun til að yrkja, en brestur þrek til að gera sér lögmál ljóðformsins undirgefið, rísa gegn því og fá jafnvel hatur á því.“123 Skýring Tómasar fellur bersýnilega undir reglu Menckens: Við öllum flóknum spurningum eru til einföld, auðskilin, röng svör — og henni var mótmælt með þeim gildu rökum, meðal annars, að hið nýja ljóðform væri berskjaldaðra og því að ýmsu leyti erfiðara en hið hefðbundna; það þyrfti að standa algjörlega á eigin fótum. En hinu er ekki að leyna að frá upphafi ljóðbyltingarinnar í 122 Þegar farið er í saumana á þessum tímum og þeirri kynslóð skálda sem nefnd hafa verið ‚atómskáld‘ kemur glöggt í ljós hvað það heiti er varasamt. Rétt eins og þar hafi verið á ferðinni harla einsleitur hópur og ‚atómljóðin‘ eigi öll heima í sömu skjóðu. Bókmenntasögulega er það vitaskuld rétt að þau koma fram um sama leyti og eiga á margan hátt samleið, en sem skáld eru þau fjarska ólík og eiga sér ólíka fagurfræði og heimspeki. Hæpið er að þau eigi sér sameiginlega ‚skrift‘ (écri- ture) í skilningi Barthes. 123 Morgunblaðið 26. mars 1952.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.