Són - 01.01.2005, Síða 132
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON132
skáldskap og Chaplin í kvikmyndum (hann er að lýsa skilningi sínum á
raunsæislist). Og í viðtölum sagðist honum oftar en einu sinni svo frá að
hann tæki Neruda fram yfir flest eða öll skáld á öldinni.130 Þó eru næst-
um öll ljóð Neruda ,rímlaus og óversaður texti með misjafnlega löngum
línum‘.
En af hvaða erlendum skáldum lærði Halldór einkum? Í aðfara-
orðum með „Únglíngnum“ við frumbirtingu 1925 telur hann kvæðið
til ‚expressíónistisks skáldskapar‘ (reyndar án tengingar við stefnuna
í Þýskalandi sem svo hefur verið kölluð) og í 2. útg. Kvæðakvers 1949
kennir hann það og fleiri ljóð sín við súrrealisma.131 Um súrrealism-
ann segir hann nú:
„Ég svalg alt sem ég náði í eftir þá höfunda sem mörkuðu stefn-
una, Appollinaire [svo], Aragon, Soupault, Max Jacob (að vísu
nokkru eldri), Bontempelli (hinn ítalska), að ógleymdum sterk-
asta liðsmanninum, James Joyce.132
Eins og menn sjá notar Halldór orðið súrrealismi þarna í víðari
merkingu en svo að einskorða megi við hreyfinguna sem André
Breton stýrði með harðri hendi frá 1924. Hinsvegar nefnir hann þá
þrjá menn sem mig grunar að ‚súrrealíska‘ skáldið Halldór Laxness
hafi lært mest af, það er að segja frönsku skáldin Guillaume
Apollinaire og Max Jacob sem telja má til helstu forvera súrreal-
istanna, og höfund Ulysses, James Joyce. Hér er ekki tóm til að rök-
styðja þessa skoðun mína; það er einungis hægt að gera með saman-
burði við verk þessara höfunda.133
130 Þetta staðfesti Halldór Guðmundsson í samtali við ÞÞ 9.1.2005.
131 „Únglíngurinn í skóginum“ birtist fyrst í Eimreiðinni 1/1925 og síðan með breyt-
ingum í Kvæðakveri 1930 og 1949.
132 Halldór Kiljan Laxness (1949:142). Á sama stað segir Halldór reyndar: „Sur-
realismi í hreinni mynd er varla til frá minni hendi; nokkrir kaflar og einstakar setn-
íngar í Vefaranum nálgast það helst, sömuleiðis ýmsar glefsur í kvæðunum“ (143).
133 Ég hef lengi haft efasemdir um expressjónisma og súrrealisma Halldórs og tel að
taka beri orðum hans með nokkrum fyrirvara. Um hinn fyrri segir Halldór
reyndar að hann megi heita „þungamiðja allrar tízkulistar, hvarvetna“. Það er því
sennilega réttast að leggja í hann skilninginn ‚óhefðbundinn skáldskapur sem
lýtur einungis ímyndunarafli skáldsins‘ en tengja hann ekki neinni tiltekinni
hreyfingu. Að minnsta kosti er „Únglíngurinn“ afar ólíkur kvæðum þýsku
expressjónistanna (nema helst dadaistanna í þeirra hópi sumstaðar), og reyndar
flestra hinna eiginlegu frönsku súrrealista líka. Aftur á móti má sjá heilmikil lík-
indi við Apollinaire og Max Jacob. Það sem líkt er með þeim er fjörið og
leikurinn, þ. á m. orðaleikir, en jafnframt blíður, ljóðrænn strengur og söngvinn