Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 8

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 8
8 Spurt er hvernig fyrri tíma hugmyndir annarra um Ísland kallast á við þær ímyndir af Íslandi sem birtast í myndum frá bókasýningunni og eiga uppruna sinn bæði hjá Íslendingum og öðrum. Hvaða hugmyndir um tíma og rými eru ráðandi í frásögnunum? Með þessar lykilspurningar að leiðar- ljósi og með félagslega mótun sjálfsmyndar í brennidepli, leitast ég við að varpa ljósi á íslenska menningarsögu.2 Með því að nálgast viðfangs- efnið með aðferðum ímyndafræðinnar, sem hefur rannsakað staðalímyndir þjóða, er hægt að bera saman grafískar (sjónrænar) myndir og myndir sem dregnar eru með tungumálinu.3 Mótun hugmynda um þjóðarímynd og umræður um endurnýjun þeirra fara fram í samspili við þessi myndform og oft er umræðan samofin myndunum. Meginviðfangsefni ímyndafræð- innar eru sjálfsmyndir (e. auto-images), sem lýsa sýn tiltekins samfélags á sjálft sig og þá þætti sem samfélagið vill samsama sig með, og gagn- ímyndir (e. hetero-images), en þar er átt við myndir sem aðrir hafa mótað. Gagnímyndina má því skilgreina sem myndina af „hinum“. Þetta eru tvö lykilhugtök þegar rýnt er í myndir frá bókasýningunni, jafnt fréttapistla, kynningarefni og blaðagreinar, sem allt eru dæmi um samsetta umfjöllun sem oft inniheldur bæði sjálfsmyndir og gagnímyndir. Myndirnar sem ég fjalla um og rýni í eru úr blaðagreinum frá því í október 2011 sem allar fjalla um íslenska skálann og íslenskar bókmenntir ásamt myndum frá heimasíðunni www.sagenhaftes-island.is. Textar, einkum af íslenskri og enskri útgáfu heimasíðunnar, þar sem m.a. er fjallað um mótun nýrrar ímyndar í kjölfar kreppunnar, veita innsýn í þau markmið sem hugsanlega liggja að baki kynningu Íslands á sjálfu sér. Með saman- burðargreiningu á þessum lýsingum og myndum frá heimasíðunni get ég borið viðtökur og umfjöllun í Þýskalandi saman við íslensku sjálfsmynd- ina og þær hugmyndir sem henni liggja að baki. Ég mun jafnframt skoða áhugaverða lagskiptingu rýmisins sem myndar umgerð um sjálfa kynningu 2 Þessi áhersla á fyrst og fremst rætur að rekja til samanburðarbókmennta, sér í lagi ímyndafræði, sem einkum hefur komið fram í skrifum Sumarliða Ísleifssonar sagnfræðings og í alþjóðlega rannsóknarverkefninu INOR. Sjá: http://www.inor. is/index.php?m=B&id=M_SUMARLIDI [sótt 20. janúar 2012]. 3 Sjá nánar W.J.T. Mitchell, Iconology. Text, image, ideology, Chicago: The University of Chicago Press, 1986. Hann gerir réttmætan og nauðsynlegan greinarmun á huglægum, yrtum/myndhverfðum og grafískum myndum, en bendir jafnframt á mikilvægar skaranir myndgerðanna. ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.