Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 61

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 61
61 Í „Lognöldum“ eru dregnar skýrar línur á milli tveggja kosta sem Agnar stendur frammi fyrir, annars vegar reglulegs og öruggs borgaralegs lífs og hins vegar óreiðukennds og háskalegs lífs listamannsins á jaðri samfélags- ins. Andstæðurnar eiga rætur í fagurfræði Friedrichs Schiller (1759–1805) sem hann setti fram í riti sínu Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins (Briefe über die ästhetische Erziehung des Menschen) en það birtist upphaflega í formi bréfa í tímariti skáldsins Die Horen árið 1795, og varð áhrifamikið á nítjándu öldinni.36 Ritið má kallast tilraun til þess að færa fagurfræði Immanuels Kant (1724–1804) í þriðja gagnrýnisriti hans, sem fjallar um dómgreindina (Kritik der Urteilskraft, 1789), yfir á sögulegt og pólitískt svið um leið og verk Schillers er hörð gagnrýni á upplýsinguna.37 Kenning Schillers gerir ráð fyrir algerum aðskilnaði listar og lífs – eða listar ann- ars vegar og pólitísks og félagslegs veruleika hins vegar – vegna þess að einungis þannig geti listin haft eitthvað um lífið að segja. Schiller taldi að mennirnir hefðu fjarlægst náttúruna vegna ofuráherslu á verkaskiptingu og sérhæfingu í krafti vísindalegrar þekkingar og vitsmuna. Hann áleit að mennirnir hefðu á vegferð sinni til sífellt aukinnar sérþekkingar glatað „náttúrulegri mennsku“ Forn-Grikkja sem var „nátengd töfrum listarinnar og mikilfengleika viskunnar“.38 Samtíminn þekkti heldur ekki einfaldleik- ann sem einkenndi hugsun og verk Grikkja. Hin flókna og sundurgrein- andi hugsun nútímans hefði þannig fleytt þekkingunni áfram á kostnað mennskunnar, hins heila manns. Af þessu leiddi að hvorki einstaklingarnir né þjóðfélagið næðu að stilla strengi sína. Áhrifunum af þessari þversögn í samfélagi sérhæfingarinnar lýsir Schiller í „Sjötta bréfi“: Þegar samfélagið gerir embættið að mælistiku mannsins; þegar það virðir einungis minnið í fari eins borgaranna, einungis tölvísi annars og handlagnina hjá hinum þriðja; þegar það í einu tilviki einblínir á þekkingu, án þess að skeyta um manngerð þess sem í hlut á, og er í öðru tilviki reiðubúið að horfa framhjá hvers kyns formyrkvun hugsunarinnar, svo framarlega sem henni fylgir undirgefni við lög og reglur; þegar samfélagið gerir þessum sérgáfum jafn hátt undir höfði og það gerir lítið til þess að veita einstaklingnum svigrúm til að öðlast alhliða þroska – skyldi þá nokkurn undra þótt aðrir and- 36 Friedrich Schiller, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson þýddu, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006. 37 Sjá Þröst Ásmundsson, „Inngangur“, í Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 41. 38 Friedrich Schiller, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 88–89. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.