Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 61
61
Í „Lognöldum“ eru dregnar skýrar línur á milli tveggja kosta sem Agnar
stendur frammi fyrir, annars vegar reglulegs og öruggs borgaralegs lífs og
hins vegar óreiðukennds og háskalegs lífs listamannsins á jaðri samfélags-
ins. Andstæðurnar eiga rætur í fagurfræði Friedrichs Schiller (1759–1805)
sem hann setti fram í riti sínu Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins (Briefe
über die ästhetische Erziehung des Menschen) en það birtist upphaflega í
formi bréfa í tímariti skáldsins Die Horen árið 1795, og varð áhrifamikið
á nítjándu öldinni.36 Ritið má kallast tilraun til þess að færa fagurfræði
Immanuels Kant (1724–1804) í þriðja gagnrýnisriti hans, sem fjallar um
dómgreindina (Kritik der Urteilskraft, 1789), yfir á sögulegt og pólitískt
svið um leið og verk Schillers er hörð gagnrýni á upplýsinguna.37 Kenning
Schillers gerir ráð fyrir algerum aðskilnaði listar og lífs – eða listar ann-
ars vegar og pólitísks og félagslegs veruleika hins vegar – vegna þess að
einungis þannig geti listin haft eitthvað um lífið að segja. Schiller taldi að
mennirnir hefðu fjarlægst náttúruna vegna ofuráherslu á verkaskiptingu
og sérhæfingu í krafti vísindalegrar þekkingar og vitsmuna. Hann áleit
að mennirnir hefðu á vegferð sinni til sífellt aukinnar sérþekkingar glatað
„náttúrulegri mennsku“ Forn-Grikkja sem var „nátengd töfrum listarinnar
og mikilfengleika viskunnar“.38 Samtíminn þekkti heldur ekki einfaldleik-
ann sem einkenndi hugsun og verk Grikkja. Hin flókna og sundurgrein-
andi hugsun nútímans hefði þannig fleytt þekkingunni áfram á kostnað
mennskunnar, hins heila manns. Af þessu leiddi að hvorki einstaklingarnir
né þjóðfélagið næðu að stilla strengi sína. Áhrifunum af þessari þversögn í
samfélagi sérhæfingarinnar lýsir Schiller í „Sjötta bréfi“:
Þegar samfélagið gerir embættið að mælistiku mannsins; þegar það
virðir einungis minnið í fari eins borgaranna, einungis tölvísi annars
og handlagnina hjá hinum þriðja; þegar það í einu tilviki einblínir
á þekkingu, án þess að skeyta um manngerð þess sem í hlut á, og
er í öðru tilviki reiðubúið að horfa framhjá hvers kyns formyrkvun
hugsunarinnar, svo framarlega sem henni fylgir undirgefni við lög
og reglur; þegar samfélagið gerir þessum sérgáfum jafn hátt undir
höfði og það gerir lítið til þess að veita einstaklingnum svigrúm til
að öðlast alhliða þroska – skyldi þá nokkurn undra þótt aðrir and-
36 Friedrich Schiller, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, Arthúr Björgvin Bollason
og Þröstur Ásmundsson þýddu, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006.
37 Sjá Þröst Ásmundsson, „Inngangur“, í Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 41.
38 Friedrich Schiller, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 88–89.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN