Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 62
62 legir hæfileikar beri skarðan hlut frá borði, þegar þeim einum er sinnt sem færir mönnum álit og gróða?39 Schiller taldi með öðrum orðum að ofuráhersla upplýsingarinnar á rökvísi og sérhæfingu hefði tvístrað vitundarlífi mannsins. Gleymst hafi að mað- urinn er einnig skyn- og tilfinningavera. Hann segir það aftur á móti á valdi mannsins „að endurheimta með hjálp æðri listar þá einingu eðlis í heild sinni, sem siðmenningin hefur spillt“.40 En það verkefni krefjist þess að listin verði að sjálfstæðu sviði í mannlegu samfélagi óháð daglegum veruleika. Héðan er komið hugtakið um sjálfræði eða fullveldi listarinnar – einnig ættað frá Kant – sem hefur verið mikilvægur skilgreiningarþáttur í fræðilegri umræðu um framúrstefnu og módernisma – og raunar fag- urfræðilegt þrætuepli í rúmar tvær aldir.41 Átökin í „Lognöldum“ eiga sér stað í bilinu á milli listar og lífs og hinir andstæðu kraftar tengjast annars vegar boðskap upplýsingarinnar um samfélagslega ábyrgð einstaklings- ins og hins vegar hugsjón rómantíkurinnar – kominni frá Schiller – um að listin sé yfir allt hafin og krefjist fullra heilinda, algerrar innlifunar, að listamaðurinn (og listnjótandinn) gefi sig sýndinni á vald – þaðan er 39 Sama heimild, bls. 93. 40 Sama heimild, bls. 100 (leturbr. hér). 41 Þröstur Ásmundsson segir í fyrrnefndum inngangi að þýðingu á riti Schillers: „Í þessu virðist birtast sá aðskilnaður lífs og listar sem oft hefur verið gagnrýndur, þar sem hin fagra sýnd verður eins konar uppbót fyrir það sem á bjátar í lífinu og ekki verður hnikað til í heimi raunveruleikans. Þannig sé andóf listarinnar ævinlega sér á báti og leiði ekki til neins. En á hinn bóginn má halda því fram að hugmyndin um fullveldi listarinnar, og þá frávísun veruleikans sem Schiller telur að hún feli í sér, krefjist þess að hún leiði í ljós möguleikann á öðrum og betri heimi, það sé hennar gagnrýna hlutverk og þannig stuðli hún að manneskjulegra samfélagi“ (bls. 47–48). Af fræðilegri umræðu um framúrstefnu og módernisma þar sem kenning Schillers er miðlæg má benda á áhrifamikið en umdeilt rit Peters Bürger, Theorie der Avantgarde (Frankfurt: Suhrkamp Verlag, 1974) sem leggur áherslu á að fram- úrstefnan hafi það að markmiði að gera listina aftur að virku afli í lífi fólks. Annar kafli bókarinnar, „Sjálfstæði listarinnar og vandi þess innan borgaralegs samfélags“, hefur verið þýddur á íslensku og sömuleiðis kafli úr ritinu The Return of the Real eftir Hal Foster þar sem kenning Bürgers er rædd. Sjá Ritið, Benedikt Hjartarson og Steinunn Haraldsdóttir þýddu, 1/2006, bls. 227–282. Ástráður Eysteinsson ræðir einnig á gagnrýninn hátt kenningu Bürgers í áðurnefndu riti sínu, The Concept of Modernism, og hafnar því að framúrstefnan og módernisminn hafi eytt bilinu á milli lífs og listar, það bil hafi miklu frekar verið virkjað með nýjum hætti (einkum bls. 163–179) sem sjá má dæmi um hér í framhaldinu. Sjá einnig Ástráð Eysteinsson, „Er Kafka framúrstefnumaður? Um módernisma og framúrstefnu“, Ritið 1/2006, bls. 23–49, hér bls. 46–47. ÞRöStuR HelGASoN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.