Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 65

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 65
65 ina, viljann og máttinn“.45 Þjóðin sjálf eða alþýða manna getur aldrei orðið „höfundur“ mikilla verka, eins og Sigurður útskýrir í „Bókmenntaþáttum“ í Vöku: Um tíma var það siður lærðra manna að tala um „þjóðskáldskap“ í þeirri merkingu, að hann væri runninn frá alþýðu manna, en engum einstaklingi. Nú á dögum er þetta breytt að því leyti, að menn gera sér ljóst, að hvert danskvæði, þula, þjóðsaga o. s. frv. á upptök sín hjá einstökum mönnum og „þjóðin“ í þessum skilningi var ekki nema þokumynd. (1:97; leturbr. hér) Hinn þjóðernispólitíski boðskapur gekk út á að Íslendingar ættu sér merk- ar bókmenntir samdar af miklum höfundum. Í útleggingu Sigurðar hér að ofan fer lítið fyrir hugsjónum upplýsingarmanna um lýðræði og jafnrétti en eins og bent hefur verið á náðu þær ekki nema til lítils hóps útval- inna karla hjá íslenskum þjóðernissinnum á fyrri hluta síðustu aldar.46 Hjá Sigurði – og íslenska skólanum – er megináherslan á hið upphafna, róm- antíska gildi snillingsins og æðri listar.47 Kannski á Sigurður við að gengið hafi verið of langt í göfgun listarinn- ar og listamannsins þegar hann setur ákveðna fyrirvara við trúna á „gildi og reynslukosti einstaklingsins“ í eftirmálanum að Fornum ástum árið 1949 og segir að fallast megi á að hún „hafi stundum lent á villigötum, sumt í henni verið oftrú eða miðað við aðra veröld en við nú lifum í“.48 Sú breytta 45 Sigurður Nordal, „Viljinn og verkið“, bls. 261. 46 Sigríður Matthíasdóttir segir í Hinum sanna Íslendingi: „Hugmyndir upplýsing- arinnar um lýðræði og þátttöku einstaklinga í stjórn þjóðanna náðu ekki lengra en til menntaðra karlmanna eða eignamanna, sjálfsmynd þjóða var mótuð út frá sjálfsmynd þessara hópa og það leiddi til þeirra þversagnakenndu aðstæðna að stórir hópar innan hverrar þjóðar, konur og ómenntaðir, eignalausir karlmenn, voru settir undir þjóðernislega ímynd sem alls ekki var mótuð með þessa hópa í huga“ (bls. 27–28). 47 Sjá stutta en greinargóða samantekt um hina upphöfnu snillings- og listhugmynd Sigurðar og íslenska skólans í áðurnefndri grein Helgu Kress, „Mikið skáld og hámenntaður maður. Íslenski skólinn í íslenskri bókmenntafræði“, einkum bls. 389–393. Í greininni bendir Helga raunar á hastarleg viðbrögð sumra íslenskra rit- höfunda og bókmenntafræðinga á níunda og tíunda áratugnum við notkun annarra aðferða en hinnar ævisögulegu þegar bókmenntir eru rannsakaðar. Í þeirri umræðu var meðal annars talað um að hin óæskilegu nýju bókmenntafræði – „kenning- arnar“ illræmdu – væru útlent tískufyrirbrigði, „innfluttur debatt“ (sjá einkum bls. 393–396). Athyglisvert er að þetta eru sömu rök og þjóðernissinnaðir íhaldsmenn notuðu gegn framúrstefnunni á þriðja áratugnum. 48 Sigurður Nordal, List og lífsskoðun, bls. 162. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.