Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 92

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 92
92 vestrænni heimspeki. Tvær ástæður verða, í grófum dráttum, gefnar fyrir því að þetta hafi ekki tekist. Í fyrsta lagi hafi tilgangsorsakir ekki fengið sanngjarna umfjöllun í verkum margra höfunda og því síður í verkum sam- tímahöfunda sem fjalla um vísindasögu sautjándu aldar.3 Seinni ástæðan er sú að margt bendir til þess að höfnun á ummerkjum tilgangsorsaka í þeim fræðum samtímans sem fjalla um orsakahugtakið gangi ekki upp. Þessi grein heldur því til dæmis fram að skilin milli orsaka og ástæðna séu ekki eins skörp og margir vilja halda fram.4 Hér að neðan verður skynsemin eins og hún virðist birtast í sköpunarverk- inu, hin náttúrulega skynsemi, rædd stuttlega með hliðsjón af frægri gagn- rýni Davids Hume. Því næst mun ég drepa á samband skynsemi, ástæðna og markhyggju í heimspeki Vesturlanda. Í þriðja hluta verður brugðist við kunnri gagnrýni á markhyggju frá sautjándu öld sem enn litar viðhorf fjöl- margra heimspekinga til hennar. Að lokum verður dregin upp gildishlaðin heimsmynd markhyggju og spurt um nauðsyn hennar fyrir skilning okkar á heiminum. I Hugmyndin um náttúruna sem kennara er líklega jafngömul heimspek- inni sjálfri.5 Sem kenning eða lífsviðhorf segir þessi hugmynd að náttúran 3 Hér verður þó að taka fram að ekki er ætlunin að halda því fram að öll gagnrýni heimspeki nýaldar á markhyggju hafi misst marks. Eins og kemur í ljós undir lok þessarar greinar má finna gagnrýni sem kemst að kjarna málsins. Ég mun hins vegar reyna að halda því fram að sú gagnrýni geti jafnvel útskýrt hvers vegna við eigum að taka markhyggju alvarlega fremur en slá hana út af borðinu. 4 Þessi skil eru raunar eitt helsta vandamál heimspekinnar allt fram til dagsins í dag. Ástæður virðast alltaf tengjast einhvers konar skynsemi. Flest fyrirbæri virðast því aðeins stjórnast af annars konar orsakatengslum. Spurningin sem eftir stendur er að hve miklu leyti ástæður eru hreinar orsakir, t.d. ef efnaboð reynast undirrót þess sem við teljum vera niðurstöðu hugrænna ferla. Vandamálið er því oftast rætt á þeim forsendum hversu mikið af ástæðum eru dulbúnar áhrifsorsakir, en ekki öfugt, eins og viss tegund markhyggju gefur í skyn að sé allt eins réttmætt ferli. 5 Án þess að hafa gert tæmandi rannsókn virðist mér hún hafa fylgt mannkyninu eins lengi og heimildir ná. Það er auðvelt að geta sér til um ástæður þess að menn vilji temja sér túlkun alls konar „merkja“ sem náttúran gefur, t.d. þegar möguleg hætta steðjar að. Margir telja að þetta hafi leitt til þess að menn hafi farið að sjá tilgang í umhverfi sínu þar sem enginn var og að vísindalegt gildi slíks sé svipað og þegar fólk segir að Guð hafi talað til sín. Það er hins vegar vel hægt að ná fram fræðilega áhugaverðu viðhorfi úr þessari fornu hugmynd, eins og markhyggja Aristótelesar ber ágætt vitni um. Annað, og jafnvel óvænt, dæmi má finna í Hugleiðingum Des- cartes, þar sem hann notar ítrekað í Sjöttu hugleiðingu orðasambandið „Natura HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.