Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 95

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 95
95 er sú hvað þeir telja unnið með því að spyrja á þann hátt. Þrátt fyrir að það megi vel vera að frumspekilegt mikilvægi búi á bak við notkun okkar á spurnarfornöfnum þá hefur heimspekingum ekki tekist vel upp með að útskýra af nákvæmni í hverju munurinn á milli þeirra felst. Stundum er því jafnvel haldið fram að heimspekingar spyrji hvers vegna og raunvís- indamenn spyrji hvernig. Og svo er látið þar við sitja. Það virðist hins vegar augljóst að svör við hvers vegna-spurningum þurfa alls ekki að tengjast því sem hér hefur verið nefnt heimsfræðilegar ástæður. „Hvers vegna er him- inninn blár?“ spyrja börn, og gera sér fullkomlega raunvísindalegar skýr- ingar að góðu. Að minnsta kosti þau eldri. Einnig hljómar einkennilega að spyrja hvers vegna lífverur hafi hjarta; við styðjumst við annað hugtak og spyrjum frekar hvert sé hlutverk hjartans. Það er því vísunin í hlutverk sem gerir ráð fyrir svari sem getur tengst markhyggju. Enda þótt það sé alls ekki ætlunin að gera of mikið úr því hvernig við nálgumst fræðilega það sem var nefnt heimsfræðilegar ástæður hér að ofan, má heldur ekki skilja við þetta atriði þannig að spurnarfornöfn og frumspeki eigi enga leið saman. Margar dýpstu og áköfustu spurningar sem hver og einn leitar svara við eru settar fram á forminu „hvers vegna“. Aðeins með því að spyrja þannig teljum við okkur geta fjarlægst heim efnis og orsaka sem virðist svo oft vera fullkomlega þögull um þau atriði sem skipta okkur mestu máli. Sem dæmi má nefna að í hvert sinn sem eitthvað hverfur úr lífi einhvers er ólíklegt að viðkomandi spyrji hvernig standi á því að það gerðist (jafnvel þótt vísindi eins og læknisfræði geti mætavel svarað spurningunni). Við spyrjum okkur – a.m.k. þegar missirinn er mikill – hvers vegna það gerðist. Við leitum, með öðrum orðum, að merkingu eða tilgangi í mikilvægustu atburðunum sem við upplifum. Og það skiptir máli hverjir koma við sögu í þessum atburðum. Möguleikinn á frumspekilegum kvíða virðist aukast í réttu hlutfalli við þá einingu og samsemd sem finna má í viðfangi þessa kvíða.13 sér þó að halda markhyggjunni til streitu. Fyrir þeim er þetta einungis hentug leið til að nálgast vandamál; nýyrðasmíð hefur bjargað þeim frá því að vera sak- aðir um að vera fylgjendur líforkukenninga eða talsmenn þess að hugarferli búi í öllum hlutum. Frægt dæmi um nýyrðanotkun er verk Jacques Monod, Le hasard et la nécessité. Essai sur la philosophie naturelle de la biologie moderne, París: Seuil, 1970 (væntanleg í íslenskri þýðingu sem Lærdómsrit), þar sem hann notar hugtakið teleonomie (markleitni, sem er þó ekki smíð hans) í stað tilgangsorsakar. Monod og fleiri leyfa sér ekki að nota markleitnina sem útskýringu á því hvers vegna eitthvað (hlutverk eða hlutur) er til eða mun verða til. 13 Það virðist sem sagt vera ákveðin tenging milli verundarhugtaksins, þ.e. að sumar SKYNSEMIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRULEG SKYNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.