Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 96
96
II
Markhyggja kemur fyrir í flestum handbókum um heimspeki en þá í auka-
hlutverki. Í sumum yfirlitsritum um frumspeki samtímans er einfaldlega
ekki minnst á hana.14 Hún felur í sér rannsóknir á markmiðum, tilgangi og
því sem er kallað „tilgangsorsakir“. Fyrir áhugasama lesendur getur verið
snúið að finna texta sem býður upp á nákvæma greiningu á því hvort hug-
tök eins og „tilgangur“, „markmið“ og „tilgangsorsakir“ eigi við um sömu
fyrirbærin. Einnig er oft ekki ljóst hvort listinn sé tæmandi og hvort fleiri
hugtök eigi ekki einnig við. Má þar til dæmis nefna „hlutverk“ sem kom
fyrir hér að ofan; og svo auðvitað „ástæður“. „Tilgangur“ er einnig hugtak
sem þarf að nota af varfærni. Til að mynda getur spurningin „Hefur heim-
urinn tilgang?“ vísað að minnsta kosti til þrenns konar tilgangs. Í fyrsta
lagi gæti tilgangurinn vísað til þess að alheimurinn komist í einhvers konar
lokaástand eða eigi sér jafnvel „markmið“ ef menn leyfa sér svo mannhverf
hugtök. Í öðru lagi gæti okkar heimur haft einhvers konar náttúrulegt
hlutverk til að bera, ef fjölheimakenningar eru réttar, sem einn raungerðra
möguleika. Að síðustu gæti tilgangurinn verið tilbúið hlutverk sem er valið
af skapara heimsins. Hin heimspekilega spurning sem þá biði þess sem
talaði um tilgang heimsins væri að greina hvort tilgangurinn sé valinn af
nauðsyn eða handahófi.
En snúum okkur aftur að hinum heimsfræðilegu ástæðum sem svo voru
nefndar. Verufræðin á sér langa hefð sem byggir á þeirri skoðun að verur
beri ekki verundarform sín utan á sér. Samkvæmt þessari hefð er raunveru-
leiki hverrar veru, sem segir til um sannleiksgildi margs konar staðhæfinga
um hana, ekki á yfirborði hennar. Þeir eiginleikar sem eru verufræðilega
verur séu til í krafti sjálfra sín, og markhyggju. Sú tenging á svo sem ekki að koma
á óvart. Aristóteles gerði það að höfuðatriði í frumspeki sinni að verundarhugtakið
stæði fyrir tilgangsmiðuð „organísk“ kerfi og notaði það því ekki yfir annað en ein-
stakar persónur, plöntur og dýr; sjá Eðlisfræðina, Bók II, kaflar 1. og 8.
14 Markhyggja kemur nú til dags einna helst fyrir í ritum um siðfræði þar sem rætt
er um ástæður athafna, þar sem athafnir eru tilgangsmiðaðar í eðli sínu. Slíkri
markhyggju er ekki ætlað að hafa mikið frumspekilegt gildi. Það sama má segja
um það þegar markhyggja kemur fyrir í umhverfissiðfræði. Við fyrstu sýn ætti til-
gangsmiðuð hugsun að hafa nokkuð fram að færa við mat á náttúrulegum ferlum,
en frumspekin sem þyrfti að fylgja slíkri greiningu hefur ekki verið í tísku undan-
farið. Markhyggja slapp inn fyrir radar fræðimanna um tíma eftir að út kom ritið
The Anthropic Cosmological Principle eftir þá John Barrow og Frank Tipler, Oxford:
Oxford University Press, 1986, en í því riti má finna ágæta greiningu á sögu og
stöðu markhyggju í nútímaheimspeki og vísindum, sjá einkum bls. 123–218.
HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN