Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 98
98
III
Tengsl markhyggju við eðlishyggju eru ekki augljós. Ein ástæða þess er
sú að tilgangur markhyggju er ekki augljós í neinum þeim útgáfum sem
hægt er að rekast á hana í. Tilvist hennar er einnig á reiki. Í raun og veru
draga bækur um heimspeki gjarnan upp þá mynd að eftir miðaldir hafi
heimspekilegt hlutverk hennar smám saman orðið minna og að á nýöld
hafi hún fyrst og fremst komið fram í verkum höfunda sem notuðu enn
dulspekilegar tilvísanir í náttúruspeki sinni. Liggur þá oft beint við að
draga höfunda eins og Paracelsus fram sem fyrirmynd slíkra hugsuða.20
Þessi verk gefa það enn fremur í skyn að skipulagt brottkast fræðimanna á
tilgangsorsökum hafi verið forsenda framgangs vísindalegra skýringa og ef
ummerki um þær finnast í ritum nýaldarheimspekinga er það talin nægileg
ástæða til að draga vísindalegt framlag þessara rita í efa.21 Það ætti því ekki
að koma á óvart að í yfirlitsverkum samtímans um helstu áherslur í frum-
speki þá er markhyggja varla nefnd á nafn.
Ofangreint viðhorf er þó að mörgu leyti takmarkað. Það er gagnrýni
vert meðal annars vegna þess að það byggir á falskri söguskoðun. Margir
framsæknustu vísindamenn sautjándu aldar studdust ríkulega við tilgangs-
orsakir í náttúruskoðun sinni; þeirra gætir meðal annars í verkum Boyles
og Newtons.22 Á átjándu öldinni kemur fram áhrifamikill skóli vísinda-
20 Paracelsus (1493–1541) var einn helsti náttúruvísindamaður endurreisnarinnar, en
í dag er hann helst þekktur fyrir áhuga sinn á gullgerðarlist og öðrum dulrænum
vísindum. Það sem gerði hann að skotmarki margra gagnrýnenda markhyggju (og
skyggir þar með á frumkvöðlastarf hans í læknisfræði svo dæmi sé tekið) var að hann
leyfði sér ekki aðeins að halda því fram að allt í heiminum ætti sér útskýringar sem
byggðust á markmiðum alls þess sem veröldina prýðir, heldur bætti hann því við
að þessi markmið nýttust manninum í hvert sinn. Margir fremstu heimspekingar
sautjándu aldar sættu sig kannski við fyrri forsenduna en hikstuðu yfir þeirri seinni.
Þessi mannhverfing lifði þó ágætu lífi í náttúruspeki langt fram á átjándu öld.
21 Hér, sem svo oft, er Leibniz nærtækasta dæmið. Hugmyndasagnfræðingar eru
tilbúnir að fagna öllu framlagi hans til stærðfræði og eðlisfræði sem þeim þykir
þóknanlegt í augum samtímans. Þegar hann nefnir tilgangsorsakir hverfur áhugi
þeirra; jafnvel þegar Leibniz nefnir þær í raun aðeins til þess að benda á mögulegt
aðferðafræðilegt gildi og lítið annað.
22 Gott dæmi er verk Roberts Boyle A Disquisition about Final Causes of Natural Things
frá árinu 1688. Í grein sinni „Robert Boyle’s Defense of Teleological Inference in
Experimental Science“, Isis 1/1983, bls. 38–52, færir James Lennox fyrir því ágæt
rök að ítarlega, skipulega og óheppilega hafi verið horft framhjá þessu verki Boyles
við ritun vísindasögu sautjándu aldar. Ummerki um markhyggju hjá Newton má
sjá í riti hans Opticks, or A Treatise of the Reflections, Refractions, Inflections and Colours
of Light, 4th ed’n (1730).
HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN