Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 101

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 101
101 tilgangsorsakarhugtakið. Réttara væri að segja að þeir hafi nýtt sér mögu- leikann á ákveðnum skilningi sem var falinn í hugtakinu frá því að það kom fyrst fram. Samkvæmt heimsmynd nútímans á slíkur tilgangur eins og hann kemur fyrir í lifandi verum sér skýringar í náttúrulegum en ófyrir- sjáanlegum ferlum. Þau eru gjarnan sögð vera blind.29 Heimspekingar bregðast gjarnan við á þann hátt að markhyggja eigi þar af leiðandi ekki við þau hlutverk sem fyrirbæri hafa. Hér þarf þó að stíga varlega til jarðar. Í fyrsta lagi er markhyggja ekki nauðsynlega tengd hönnunarrökum.30 Ófyrirsjáanleiki náttúrulegra ferla stendur ekki í röklegri andstöðu við heimspekilega beitingu tilgangsorsaka.31 Og í öðru lagi á þetta ekki við aðra merkingu „tilgangs“, þ.e. tilgang eins hann getur verið í innri gerð hluta og lífvera; ytra hlutverk getur í þeim skilningi verið byggt á innri til- gangshegðun eða marksækni. Innri tilgangur, þ.e. tilgangur eða markmið sem vera hefur sjálfrar sín vegna, útilokar ekki blind, ófyrirsjáanleg ferli eins og t.d. náttúruval. Það eina sem hann útilokar er að skoða náttúruleg ferli sem ástæðulaus, þ.e.a.s. merkingarlaus. En nú virðist sú heimspeki sem tekur innri tilgang alvarlega hafa lognast út af um miðbik sautjándu aldar, ef marka má mörg rit um heim- spekisögu. Nákvæmlega hvers vegna það gerðist er hins vegar ekki aug- ljóst. Heimsmynd vélhyggjunnar útilokaði ekki tilgangsorsakir, nema þá mögulega óbeint. Helstu forkólfar vélhyggjunnar sáu ekki hvernig ómæl- anlegir eiginleikar gætu útskýrt nokkuð. Og helst var það hin mannhverfa 29 Hér er átt við þann hluta heimsmyndar okkar sem sprottið hefur af þróunarkenn- ingu Darwins. Um arfleifð hans má fræðast í bókinni Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og menning, ritstj. Arnar Pálsson, Bjarni Kristjánsson, Hafdís Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson og Steindór Erlingsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010. Richard Dawkins gerði þessa hugmynd um blint markmiðaleysi náttúrunnar að hversdagshugtaki í metsölubók sinni The Blind Watchmaker sem kom út árið 1986. 30 Jafnvel Paracelsus gerði fremur lítið úr hugmyndinni um Guð sem skapara og hönnuð. Markhyggja hans byggir öðru fremur á því að Guð, maðurinn og nátt- úran séu einn og sami líkaminn. Markhyggja Aristótelesar er einnig öðrum þræði sett fram gegn sköpunarkenningu Platons eins og hún kemur fram í samræðunni Tímæos og því lítil stoð fyrir þá sem vilja setja fram hönnunarrök. 31 Þeir sem tengja saman ófyrirsjáanleika og markhyggju til þess að sýna fram á vand- kvæði markhyggjunnar gera það yfirleitt til þess að hafna hönnunarrökum fyrir tilvist Guðs. Þeir sem styðja hönnunarrök geta vitaskuld alltaf haldið því fram að það sem virðist ófyrirsjáanlegt fyrir skilningsgáfu mannsins sé það auðvitað ekki í augum Guðs. Það sem skiptir þó mestu máli er að hönnunarrök og markhyggja eru ekki tengd órofa böndum, sbr. það sem nefnt var í síðustu neðanmálsgrein um muninn á kenningum Platons og Aristótelesar. SKYNSEMIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRULEG SKYNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.