Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 103

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 103
103 anlegt náttúruvísindum Darwins og eftirmanna hans.34 Þessi leið hefur þó sín takmörk, enda eru takmörkin beinlínis forsendur hennar. önnur leið er hins vegar einnig möguleg fyrir þá heimspekinga sem vilja teljast nútímalegir eða forðast frumspekilegar rannsóknir. Hún er sú að greina heimspekilega áhugaverðar hliðar markhyggju í líffræði skipulega frá hug- takaforða sem á sér rætur í náttúruspeki Darwins. Þessi leið viðurkennir að allt tal um tilgang í náttúrunni sé afstætt í þeim skilningi að það falli utan þeirrar hluthyggju sem náttúruvísindi gefa sig út fyrir að fylgja.35 Hins vegar geti gildishlaðið tal um samhljóm og gæði staðið ágætlega með náttúrufræðilegum skýringum ef forsendur slíks orðaforða eru rétt skil- greindar. Það sem átt var við með að vera „nútímalegur“ gagnvart markhyggju er að taka tillit til þess að henni hafi verið hafnað á sautjándu öld.36 Að ofan var reyndar útskýrt hvernig vélhyggja og ákveðinn þáttur í markhyggju gátu vel átt samleið, en hið almenna viðhorf er engu að síður að tvenns konar gagnrýni eftir endurreisnina hafi gengið það nærri heimspeki sem byggði á tilvísunum í tilgangsorsakir að ekki hafi verið aftur snúið.37 Einum þræði virtust tilgangsorsakir ekki falla að þeirri áherslu á tilraunavísindi og þekkingarfræði sem vísaði eingöngu í beina skynreynslu og varð sífellt meira áberandi eftir því sem leið á sautjándu öldina. Francis Bacon er lík- 34 Í þessu samhengi má m.a. benda á grein Larrys Wright, „Functions“, The Philo- sophical Review 2/1973, bls. 139–168, og Teleological Explanations, Berkeley: Berkeley Uni versity Press 1976. Hann segir að hægt sé að setja fram eina samræmda kenn- ingu um hlutverkaskýringar. Ekki eru þó allir á því að heimspekin þurfi að nálgast markhyggju í samtímanum á þeim forsendum að Darwin hafi eyðilagt það litla orðspor sem markhyggja hafði þó enn í vestrænni heimspeki; sjá t.d. J. Lennox, „Darwin was a teleologist“, Biology and Philosophy 4/1993, bls. 409–21. 35 Andrew Woodfield varpar fram í bók sinni Teleology, Cambridge: Cambridge University Press, 1976, athyglisverðum spurningum í þessu sambandi. Hann sér ekki að tilgangsorsakir geti verið byggðar á, eða mótaðar eftir, öðru en ætlunum vitiborinna vera. Hann færir með öðrum orðum rök fyrir því að setningar mark- hyggju hljóti alltaf að vera jafn gildishlaðnar og ætlun mín er þegar ég vel bestu og stystu leiðina til að ganga frá Háskóla Íslands niður að Tjörn. Woodfield sér ekki að þessi hugmynd eigi að verða til þess að markhyggja skuli þar með dæmast úr leik; hann er þvert á móti þeirrar skoðunar að gildi markhyggju sé það að hún feli í sér gildishlaðnar útskýringar. Hún sé í raun og veru vísindaleg útskýring sem geri sér ekki upp hlutleysi um gæði. 36 Það er reyndar algengur misskilningur að gagnrýni á markhyggju hafi fyrst komið fram á sautjándu öld. Lúkretíus er líklega þekktastur þeirra höfunda sem hafnar tilgangsmiðaðri heimsmynd í fornöld, sjá De rerum natura, IV. 37 Slík umfjöllun lætur þó gjarnan vera að hafa fyrir því að útskýra og nefna dæmi um markhyggju miðalda, aðra en þá sem snýr að hönnunarrökum fyrir tilvist Guðs. SKYNSEMIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRULEG SKYNSEMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.