Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 108
108 eitthvað virtist gott eða væri gott í sjálfu sér þegar hann ræddi tilgang og markmið.51 Hér snýst spurningin um það hvort tilgangsskýringar segi meira um heiminn í sjálfum sér eða skýringamöguleika mannsins.52 Fyrst þarf að svara annarri spurningu: Hvers vegna byggist markhyggja á gildisdómum?53 Svarið er að annars myndu tilgangsskýringar ekki útskýra neitt, en það vekur aðra spurningu: Hvers vegna myndu þær ekki gera það? Tvær leiðir eru mögulegar til þess að renna stoðum undir hvers vegna útskýringar sem vísa til gæða séu svo réttmætar. Annars vegar sú leið að nálgast tilgangsorsakir á sama hátt og ástæður í hugarvirkni, þ.e.a.s. við drögumst að einum möguleika vegna þess að við teljum okkur hafa ástæðu til að velja hann.54 Við veljum það sem er gott.55 Vandamálið við þessa leið er augljóslega það að flestir hlutir búa ekki yfir neinni hugarvirkni og flest atvik eiga sér stað vegna ferla sem koma til vegna hreyfingar þess sem við 51 Sjá Eðlisfræðina, Bók II, 3. kafli. 52 Þekktasta greiningin á þessari spurningu er án efa framsetning Kants á „Mótsögn tilgangsmiðaðs dóms“ sem hann setur fram í Kritik der Urtheilskraft, § 70. Í grein- ingunni á mótsögninni kemur fram sú skoðun Kants að sumar verur í náttúrunni, organískar verur, séu einfaldlega þess eðlis að við skiljum þær ekki nema út frá mark- miðum og hlutverki og því verðum við að láta þá staðreynd stjórna rannsóknum okkar á þeim. Hins vegar kemur einnig jafn skýrt fram hjá Kant að þær rannsóknir mega ekki vera í mótsögn við náttúruvísindalegar rannsóknir. Vísun í tilgangsorsak- ir á m.ö.o. að takmarkast af því svigrúmi sem náttúruvísindin setja þeim. 53 önnur spurning gæti verið sú hvers vegna við ættum yfirleitt að nefna náttúruna og gildi í sömu andrá. Tilgangsástæður eða orsakir virðast ekki þurfa að tengjast gild- um. Fæstir þeir heimspekingar sem ræða þær yfirleitt í samtímanum eru reiðubúnir að ræða þær í tengslum við einhvers konar forskriftir. Það að eikin breiði út rætur sínar til þess að draga til sín næringu úr jarðvegi er ekki annað en lýsing á dæmigerðri hegðun. Þeir heimspekingar sem vilja ekki slíta upp sögulegar rætur markhyggju hafna þessu hins vegar og segja að slík lýsing eða skýring segi hvernig einstök eik ætti að haga sér. Skýringin sameinar þannig lýsingu á dæmigerðum einstaklingi og mati á því hvernig ákveðinn einstaklingur uppfyllir hlutverkið sem lýsingin kveður á um. 54 Heimspeki samtímans geymir mikinn sjóð af slíkum íhugunum um ástæður þess hvers vegna eitthvað varð fyrir valinu eða átti sér stað. Þessari grein er ekki ætlað að blanda sér í þá umræðu. 55 Í þessu samhengi ber þó að varast margt, sérstaklega ef menn ætla sér ekki að styðja einhvers konar hugmarkhyggju (e. mentalism in teleology) eins og þá sem Woodfield heldur fram (sjá neðanmálsgrein hér að framan). Um hugmarkhyggju, vandamál hennar og rök fyrir markhyggju sem byggir á öðru sjónarhorni, má lesa hjá Mark Bedau, „Against Mentalism in Teleology“, American Philosophical Quarterly 1/1990, bls. 61–70. Svo er það aftur annað mál að öll þekkjum við ástæður þess hvers vegna við breytum gegn betri vitund. Heimspekin er full af vangaveltum um slík mál. HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.