Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 119

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 119
119 því hvernig hann upplifði árin 1940–1949. Raunin er hins vegar sú að á köflum stangast þetta tvennt á. Til dæmis segir hann í Seiði og hélogum: „en ævin mín hefur þó sjaldan verið jafn tilbreytingarlaus á ytra borði eins og árin 1941–1945“ (99). Sem sagt, á meðan á einhverjum hörmulegasta tíma í mannkynssögunni stendur ber ekkert til tíðinda í lífi Páls – ekki „á ytra borði“ alla vega. En það er þó einmitt styrjöldin sem kemur „gangvirkinu“ í honum til að tifa hægar og hægar þangað til það hættir algjörlega morg- uninn þegar Ísland er hernumið. „Sú tilfinning í brjósti mér, sem ég hef líkt við gangvirki, virtist horfin með öllu. Eftir var þögn. Eftir var tóm eitt og þögn.“ Svo hljóða síðustu setningarnar í Gangvirkinu (317), fyrsta bindi þríleiksins. Þetta er mjög góð lýsing á trámatískri reynslu en hún felst í því að maður upplifir atburði sem eru svo gjörsamlega óskiljanlegir eða valda svo miklu áfalli að hugurinn þolir þá ekki. Vitundin getur ekki tileinkað sér þá og rof myndast milli hugar og atburðar.12 Menn skortir skilning á því sem er að gerast þegar það gerist og þar af leiðandi líka orðin til að lýsa reynslunni. Í staðinn er eyða, tóm, þögn. Trámafræði urðu til í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og helfararinnar og tengjast því oft stríðsreynslu og stríðsminningum. Nokkrir minnisfræð- ingar, svo sem Richard Terdiman og Paul Connerton, hafa þó jafnframt sýnt fram á að skoða megi afleiðingar nútímavæðingar (það er iðnvæð- ingar, tæknivæðingar og þróunar kapítalísks hagkerfis) í Evrópu á 19. öld sem trámatíska reynslu sem olli djúpum aðskilnaði milli fortíðar og nútíðar og þar af leiðandi þeim „menningarlega kvíða“ (e. cultural disquiet) sem Terdiman vísar til sem „minniskreppu“. Hún gerir vart við sig þegar aðskilnaður verður milli félagslegs vettvangs og félagslegrar reynslu, lífs- skilningur manns tengist ekki lengur sameiginlegum minningum og sam- hengi tímans og sjálfsins rofnar. Þetta gerir það að verkum að fólk byrjar að upplifa fortíðina sem óörugga, minnið er truflað og minningaferlið flækist.13 Gangvirki minnisins (e. memory mechanism) dugar ekki lengur á þessum umbreytingatímum. Um leið og menn finna að fortíðin er að renna úr greipum þeirra og verða gleymskunni að bráð, hafa þeir þörf fyrir 12 Katharine Hodgkin og Susannah Radstone, „Introduction: Contested Pasts“, Memory, History, Nation: Contested Pasts, ritstj. Katharine Hodgkin og Susannah Radstone, New Brunswick. / London: Transaction, 2007, bls. 6. Sjá einnig: Cathy Caruth, Unclaimed Experience: Trauma, Narrative and History, Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1996. 13 Richard Terdiman, Present Past: Modernity and the Memory Crisis, Ithaca / London: Cornell University Press, 1993, bls. 3; Paul Connerton, How Modernity Forgets, Cambridge: Cambridge University Press, 2009, bls. 5. HRINGSÓL UM DULINN KJARNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.