Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 130

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 130
130 innar hafi gengið út frá algjörlega óvirkum áhorfendum á meðan hún, eins og fleiri minnisfræðingar, gerir ráð fyrir að frásagnartextar myndi eins konar „hermiminni“ (e. prosthetic memory), opinbert minninga svið þar sem lesendur eða áhorfendur taki virkan þátt í minninga- og túlk- unarferli textans.36 Hún skoðar því samsömun áhorfenda við persónuna Forrest Gump sem virka viðurkenningu á þeirri eyðu eða rofi sem tráma veldur – viðurkenningu sem skapar tilfinningalegar forsendur til að vinna úr þessari trámatísku minningu í staðinn fyrir að leiða hana hjá sér. Ef við færum þessa túlkun Radstones yfir á sögu Páls er hægt að fá svör við þeim spurningum sem þríleikurinn og aðalpersóna hans bera upp. Líf Páls, líkt og Forrests Gump, einkennist af skilningsleysi, hlutleysi og getuleysi andspænis stórviðburðum í Íslandssögunni þegar þjóðfélag- ið umturnast. Ísland er hernumið þrátt fyrir að hafa lýst yfir ævarandi hlutleysi. Þetta er í fyrsta skipti sem stríð berst upp á strendur Íslands. Tugþúsundir vopnaðra manna gengu um göturnar þegar mest lét og sett- ust að meðal fólksins. Í kjölfar hernámsins heldur nútíminn innreið sína af fullum krafti, samfélagið tekur stakkaskiptum, bylting verður á lífsháttum, menningu og gildum almennings, afleiðingin er rótleysi og ringulreið. Á meðan Evrópubúar verða fyrir stríðshörmungum sem eiga sér engin for- dæmi græða Íslendingar á tá og fingri. Kreppa og atvinnuleysi hverfa en los er á öllu. Eins og nefnt var í byrjun koma hér tveir orsakavaldar tráma saman. Rof verður milli fortíðar og nútímans og um leið myndast rof í minni manna; hugurinn getur ekki tekist á við þessar breytingar og enginn hefur tök á að skilja hvað er í gangi. Pál yngri er hægt að skoða sem tákn fyrir þau trámaeinkenni sem þjóðin verður fyrir en leiðir hjá sér: hann er lamaður á meðan á þessu öllu stend- ur. En hann má líka skoða sem eins konar samvisku þjóðarinnar sem hefur verið þögguð niður. Breytingarnar og sú lausung sem fylgir þeim valda honum ónotum og beyg á meðan stríðsfréttir utan úr heimi fylla hann þeirri tegund sektarkenndar sem kennd er við eftirlifendur (e. survivor’s guilt). Í raun vekur saga hans erfiðar siðferðilegar spurningar um afstöðu Íslendinga á tímum síðari heimsstyrjaldar. Þegar Páll eldri sest niður eftir að þessir stóratburðir eru að baki, til þess að rifja þá upp og glöggva sig „á sjálfum sér og öðrum“, byrjar hann að horfast í augu við rofið, eyðuna, sem varð til á þessum tíma. Með því að samsama sig sögumanninum geta 36 Sjá einnig Peter Middleton og Tim Woods, Literatures of memory: History, time and space in postwar writing, Manchester: Manchester University Press, 2000, bls. 4–5. dAiSy NeijmANN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.