Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 131

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 131
131 lesendur byrjað að viðurkenna það sem þeir gátu ekki vitað þá, snúið frá upphaflegri afneitun sinni og farið að spyrja og muna. Lesandinn er með öðrum orðum dreginn inn í ferli afturvirkni og sveiflast milli tilfinninga og virkni. Með því að sviðsetja Pál yngri í fortíðinni og láta hann reyna hina trámatísku atburði í sögu þjóðarinnar hvetur söguhöfundur virka lesendur sína til að samsama sig óvirkri aðalpersónu og kveikja þar með minningar, gera minnið afturvirkt, leysa úr tilfinningadeyfð og hlusta á samviskuna.37 Skriftir og sekt Sögumaður þríleiksins ávarpar lesandann með reglulegu millibili. Að vísu virðist hann lengi ekki gera ráð fyrir öðrum lesanda en sjálfum sér, enda segist hann ekki halda að einhver annar en hann gæti haft gagn af þessu „pári“ sínu, jafnvel ekki konan hans. Við vitum þó allan tímann að ritið á eftir að ná til fleiri lesenda að lokum. Páll eldri fer aldrei mjög fögrum orðum um „blöðin þau arna“, spyr sig hvað eftir annað af hverju hann sé að þessu, hvers vegna hann láti ekki gott heita og til hvers hann sé að sóa tíma sínum í að ýfa upp gömul sár. Þessar efasemdir sýna okkur að Páll er að sumu leyti ennþá sami maðurinn sem hefur lítið traust á sjálfum sér og því sem hann hefur fram að færa. Af hverju er hann þá að þessu? Strax í fyrsta bindi fær lesandinn að vita að Páll hefur framið glæp (G 19). Hann kallar sjálfan sig „glæpamann“ og segist vera „óalandi og óferj- andi“ (G 316, SH 14). Einhver óræð sektarkennd kvelur Pál í verkinu og þegar á líður fer lesandinn að halda að þetta tvennt haldist í hendur. Þegar eðli glæpsins er loksins afhjúpað kemur í ljós að hlutirnir eru ekki alveg svona einfaldir. Eitt af aðalverkum Páls sem blaðamanns hjá Blysfara er að snúa erlendum glæpasögum yfir á „mál ömmu sálugu“, eins og hann kallar það (SH 35), þótt þetta starf valdi honum höfuðþyngslum og van- 37 Það væri hægt að skoða Pál Jónsson og Forrest Gump sem ýktar útgáfur af þeirri fyrirferðarlitlu „miðlungssöguhetju“ sem Georg Lukacs lýsir í riti sínu The His- torical Novel, Boston: Beacon Press, 1963, bls. 35–39. Hlutverk þeirrar söguhetju er að mynda hlutlaust svið þar sem hægt er að tákngera þau öfgafullu félagslegu öfl sem takast á, þeim er komið niður á mannlegt plan. Það að leiða ómeðvitaða sögupersónu inn á svið sögulegra stórviðburða er ekki heldur óþekkt fyrirbæri, eins og til dæmis myndin Zelig eftir Woody Allen sýnir. Það sem Páll og Gump eiga hins vegar sameiginlegt er að vera fremur litlausir einstaklingar, áhorfendur fremur en þátttakendur í atburðum, en þó um leið magnaðar táknmyndir trámatískrar reynslu. HRINGSÓL UM DULINN KJARNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.