Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 155

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 155
155 Péturs um sjálfan sig og stöðu sína og hlutverk í samfélaginu og sjálfu lífinu birtist ekki aðeins í flótta hans frá firringunni og örvæntingarfullri leit hans að upprunanum á bernskuslóðunum í sveitinni, heldur er hún undirstrikuð á áhrifamikinn hátt í frásagnarhættinum með því að sífellt er skipt um nafnliði og fornöfn sem vísa til aðalpersónunnar. Richardson telur að þetta sé einn af megineiginleikum fjölradda frásagna, það er að viðfangsefni eða þema frásagnar innar taki formlega á sig mynd í sjálfri frásagnartækninni og sé endurskrifað og undirstrikað með frásagnarhætt- inum.25 Lesandinn upplifir ráðvillu Péturs ekki aðeins í efnistökum heldur beinlínis í því hvernig sögu hans er miðlað. Richardson nefnir sem dæmi bók eftir franska rithöfundinn Nathalie Sarraute, Tu ne t’aimes pas (1989), þar sem ekki er alltaf ljóst til hvers fornöfnin ég og þú vísa og bókin hefst á eins konar samræðum ólíkra radda innan sama sjálfsins. Einnig nefnir Richardson smásögu eftir Susan Sontag, „Unguided Tour“ í safninu I, etcetera (1978), sem er samtal milli I og you. Jakobína ræðir beinlínis um ólík persónufornöfn og merkingu þeirra í samhengislausum köflum sem ramma inn Lifandi vatnið – – – þar sem persóna og höfundur ræðast við − og að sama skapi er bent á að ég get aðeins verið ég og þú verið þú ef sjónarhorn og viðmið eru fest niður: Glutraðu mér ekki saman við aðrar persónur, ég bið þig, haltu mér sér með mína kosti, mína galla, mig. Mundu að ég er aðalpersóna: ég. Verk þitt stendur og fellur með mér. Hvað værir þú án mín? Hvað værir þú án mín? Hvers vegna vilt þú vera fyrsta persóna? Fyrsta persóna er ég. [...] Þú ert þú. Þú ert önnur persóna. (9) Um leið og skipt er um sjónarhorn eða viðmið breytist ég í þig, hann, Pétur eða eitthvað annað. Í greininni „Identity/alterity“ heldur Fludernik því fram að málefni er varða samband sjálfsmyndar (e. identity) og annarleika (e. alterity) − þess sem einstaklingur telur sig vera og þess sem hann er ekki − séu hluti af öllum frásögnum. Hún bendir á að sjálfsmynd sem birtist í frásögn sé ein af þeim mörgu sjálfsmyndum sem einstaklingur hefur og skapar sér sjálfur í sínum hlutverkum í samfélaginu, t.d. sem foreldri, kennari, karlmaður o.s.frv. Engin af þessum sjálfs myndum er þó hin eina sanna, 25 Brian Richardson, Unnatural Voices, bls. 67. „FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.