Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 156
156
segir Fludernik, heldur verða sjálfsmyndir til í samskiptum einstaklings
við annað fólk í samfélaginu, þær eru sífellt í endurskoðun og geta ekki
orðið til án annarra einstaklinga.26 Samræður höfundar og persónu, sem
vel er hægt að ímynda sér að sé Pétur, í Lifandi vatninu – – – undirstrika
að bókin fjallar um laskaða sjálfsmynd Péturs og þrá hans eftir að losna úr
viðjum firringarinnar og fá að vera til á eigin forsendum, fyrst og fremst
sem einstaklingur en ekki hluti af heild. Í frásögn sögumanns af Pétri, for-
tíð hans og ferðalagi, er hann eins og áður segir aldrei nefndur með nafni
heldur alltaf með nafnorðum eða óákveðnum fornöfnum. Einu skiptin þar
sem Pétur segir ég og greinir sig þannig frá öðrum er í óræðu textunum í
upphafi og undir lok bókar þar sem hann sem persóna í bókinni rökræðir
við höfundinn. Allt þetta sýnir að Pétur skortir í raun sjálfsmynd, kannski
einmitt af því að samskipti hans við aðrar persónur eru ekki upp á marga
fiska.
Annar megineiginleiki fjölradda frásagna er sá að þær gefa höfund-
um tækifæri til að rífa niður ýmiss konar hefðbundna aðgreiningu og eru
þannig ákjósanlegur vettvangur fyrir ýmsar vangaveltur varðandi heim-
spekileg, menningar leg, samfélagsleg og kynjafræðileg viðfangsefni. Þær
skapa vettvang fyrir stærri og meiri umræðu en margar hefðbundnari frá-
sagnaraðferðir leyfa og þess vegna hafa þær verið vinsælt form meðal rit-
höfunda sem eru talsmenn minnihluta- og jaðarhópa, svo sem femínista og
nýlendubúa.27 Í Lifandi vatninu – – – notar Jakobína formtilraunir til hins
ýtrasta til að draga upp mynd af geðveikum verkamanni í firrtu og kap-
ítalísku samfélagi. Með því vekur hún athygli á stöðu verkamannastéttar á
Íslandi, sem og þeirri umbyltingu sem varð hér á landi á árunum eftir stríð
þegar fólksflutningar úr sveit í borg hófust fyrir alvöru, og deilir harkalega
á kapítalíska samfélagsgerð.
Flakk á milli persónufornafna hefur enn fremur oft þann þematíska til-
gang að undirstrika klofinn persónuleika sögupersónu, segir Fludernik.28
Þegar Pétur leggur einn á heiðina eftir að ljóst er að rútan kemst ekki
lengra breytist frásagnaraðferðin í 2. persónu en um leið fer að bera á
ofskynjunum hjá honum. Aleinn uppi á miðri heiði hittir hann fyrir tvífara
sinn, mann sem hefur andlit Péturs í hnakkanum: „Þú veizt að sá sem
26 Monika Fludernik, „Identity/alterity“, The Cambridge Companion to Narrative, ritstj.
David Herman, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 260−273, hér
bls. 261−262.
27 Brian Richardson, Unnatural Voices, bls. 67−68.
28 Monika Fludernik, Towards a ‘Natural’ Narratology, bls. 238–239.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR