Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 176

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 176
176 bundinn hefðarréttur eða „coutumes“, þ.e. opinberar „tilskipanir“, reyna árangurslaust að banna. Og þegar þessir borgarar eru í hefndarhug eru þeir í hernaði, „de guerre“, þeir eru jú gráir fyrir járnum.“26 Yfirvöld reyndu árangurslaust að stilla til friðar í þessum fjölskyldu- skærum. Dómararnir kölluðu fólkið til sín, boðuðu vopnahlé, gáfu fyrir- mæli og tilskipanir. Það gekk um tíma, en út brutust nýjar erjur eða gamlar blossuðu aftur upp. Tveir hluthafar verða ósáttir um viðskipti sín. Þeir þræta og deilan verður harkaleg. Dag einn mætast þeir á götu og annar drepur hinn.27 Gistihússeigandi sakar annan gistihússeiganda um að stela frá sér viðskiptavinum og fjandskapur þeirra nær út yfir gröf og dauða. Einhver lætur nokkur ill orð falla um annan mann og út brýst fjölskyldu- stríð. Fjölskylduhefndir, einkaskærur og ættvíg áttu sér ekki aðeins stað hjá þeim aðalbornu. Bæir á 15. öld voru ekki síður uppfullir af slíkum fjöl- skylduskærum og flokkadráttum. Einnig borgararnir, almúginn, hatta- gerðarmenn, skraddarar og fjárhirðar voru fljótir að grípa til hnífsins: Menn vita hversu ofbeldiskenndir siðir tíðkuðust á 15. öld, af hvílíku offorsi ástríðum var svalað, þrátt fyrir óttann við helvíti, þrátt fyrir hömlur stéttaskiptingarinnar og heiðurskennd riddaranna, þrátt fyrir góðlyndið og glaðvær samfélagstengslin.28 Ekki svo að skilja að fólk gengi alltaf um með grimmilega ásjónu, hnykl- aðar augabrúnir og vígamannslegt á svip til að láta í ljós fjandsamlega dirfsku sína. Þvert á móti, eftir að hafa kannski gantast í nokkra stund hefur fólk í flimtingum, eitt orð leiðir af öðru og skyndilega snýst grínið upp í hatrammar deilur. Margt af því sem okkur virðist vera andstæður er í raun birtingarmynd sömu mótunar tilfinningalífsins. Má þar nefna ákafa guðrækni, magnþrunginn óttann við helvíti, sterka sektarkennd og iðrun, ofsafengin gleði- og nautnaköst, taumlausa haturskennd og árásargirni sem gat brotist út fyrirvaralaust, og loks skyndilegar skapsveiflur. Hvatirnar, tilfinningarnar voru óbeislaðri, ákafari og augljósari en síðar varð. Aðeins í okkar samfélagi, þar sem allt er hófstilltara, skaplegra og fyrirsjáanlegra og þar sem samfélagsleg bannhelgi hefur verið innrætt mönnum og tekið á sig mynd sjálfsstjórnar, virðast skefjalaus styrkur þessarar guðrækni og 26 Ch. Petit-Dutaillis, Documents nouveaux sur les mœurs populaires et le droit de vengeance dans les Pays-Bas au xv. siècle, París, 1908, bls. 47. 27 Sama rit, bls. 162. 28 Sama rit, bls. 5. NoRBeRt eliAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.