Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 176
176
bundinn hefðarréttur eða „coutumes“, þ.e. opinberar „tilskipanir“, reyna
árangurslaust að banna. Og þegar þessir borgarar eru í hefndarhug eru
þeir í hernaði, „de guerre“, þeir eru jú gráir fyrir járnum.“26
Yfirvöld reyndu árangurslaust að stilla til friðar í þessum fjölskyldu-
skærum. Dómararnir kölluðu fólkið til sín, boðuðu vopnahlé, gáfu fyrir-
mæli og tilskipanir. Það gekk um tíma, en út brutust nýjar erjur eða gamlar
blossuðu aftur upp. Tveir hluthafar verða ósáttir um viðskipti sín. Þeir
þræta og deilan verður harkaleg. Dag einn mætast þeir á götu og annar
drepur hinn.27 Gistihússeigandi sakar annan gistihússeiganda um að stela
frá sér viðskiptavinum og fjandskapur þeirra nær út yfir gröf og dauða.
Einhver lætur nokkur ill orð falla um annan mann og út brýst fjölskyldu-
stríð.
Fjölskylduhefndir, einkaskærur og ættvíg áttu sér ekki aðeins stað hjá
þeim aðalbornu. Bæir á 15. öld voru ekki síður uppfullir af slíkum fjöl-
skylduskærum og flokkadráttum. Einnig borgararnir, almúginn, hatta-
gerðarmenn, skraddarar og fjárhirðar voru fljótir að grípa til hnífsins:
Menn vita hversu ofbeldiskenndir siðir tíðkuðust á 15. öld, af hvílíku
offorsi ástríðum var svalað, þrátt fyrir óttann við helvíti, þrátt fyrir
hömlur stéttaskiptingarinnar og heiðurskennd riddaranna, þrátt
fyrir góðlyndið og glaðvær samfélagstengslin.28
Ekki svo að skilja að fólk gengi alltaf um með grimmilega ásjónu, hnykl-
aðar augabrúnir og vígamannslegt á svip til að láta í ljós fjandsamlega
dirfsku sína. Þvert á móti, eftir að hafa kannski gantast í nokkra stund
hefur fólk í flimtingum, eitt orð leiðir af öðru og skyndilega snýst grínið
upp í hatrammar deilur. Margt af því sem okkur virðist vera andstæður er í
raun birtingarmynd sömu mótunar tilfinningalífsins. Má þar nefna ákafa
guðrækni, magnþrunginn óttann við helvíti, sterka sektarkennd og iðrun,
ofsafengin gleði- og nautnaköst, taumlausa haturskennd og árásargirni
sem gat brotist út fyrirvaralaust, og loks skyndilegar skapsveiflur. Hvatirnar,
tilfinningarnar voru óbeislaðri, ákafari og augljósari en síðar varð. Aðeins í
okkar samfélagi, þar sem allt er hófstilltara, skaplegra og fyrirsjáanlegra og
þar sem samfélagsleg bannhelgi hefur verið innrætt mönnum og tekið á
sig mynd sjálfsstjórnar, virðast skefjalaus styrkur þessarar guðrækni og
26 Ch. Petit-Dutaillis, Documents nouveaux sur les mœurs populaires et le droit de
vengeance dans les Pays-Bas au xv. siècle, París, 1908, bls. 47.
27 Sama rit, bls. 162.
28 Sama rit, bls. 5.
NoRBeRt eliAS