Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1971, Side 174

Skírnir - 01.01.1971, Side 174
172 RITDÓMAR SKÍRNIR gríms, er það þá nokkurt sérkenni á sköpunarsögu þeirra? Eiga ekki öll snilldarverk bókmennta sér að einhverju leyti rætur í þjáningu höfunda sinna? Eins og áður er nefnt, hafa allar meiri háttar rannsóknir á Passíusálmunum til þessa beinzt að ytri könnun þeirra, sögulegri, ævisögulegri, samanburðar- bókmenntafræðilegri, sálfræðilegri og þjóðfélagslegri. Spurningin er, hvort staða rannsóknanna er ekki einmitt á því stigi, að hún beinlínis kalli á innri könnun eftir aðferðum nýrýninnar, ef menn hyggjast ná lengra í skilningi sínum á þessu listaverki? Eitt hið skemmtilega og unglega við bók Sigurðar Nordals er það, að hann notar færið (34.-35. bls.) til að gefa olnbogaskot „svonefndri „nýrri gagn- rýni““, er hann telur eina „ ... af krampateygjum húmanískra fræða nú á dög- um, tilraun til að gera eðlilega hluti að launhelgum og telja almenningi trú um, að þau séu „vísindi“.“ Vafalítið eru syndir ný-rýnenda margar, ekki sízt þeirra, sem hneigzt hafa til svo einstrengingslegrar afstöðu að telja allar rannsóknaraðferðir, sem byggja á ytri könnun, guðlast gagnvart bókmenntunum sjálfum. Reyndar er nýrýnin ekki lengur ný, og hvers kyns ytri könnun hefur aftur færzt í vöxt, ekki sízt með mið af þjóðfélagsfræðum. Ef til vill er líka vafasamt að tala um ný- rýnina sem sérstaka rannsóknaraðferð. Eremur væri að ræða um ákveðið við- horf, það að beina sjónum framar öðru að sjálfum texta verksins, sem athuga skal. Varla er vafi á því, að þar hafa áhrif nýrýninnar verið ákaflega holl. Tilgangur allrar bókmenntakönnunar er þó sá að öðlast réttari skilning og næmari skynjun á sjálfum texta verksins, að verða betri lesandi. Ef til vilf mætti orða það svo, að eldri rannsóknaraðferðir hafi einkum beinzt að þeirri hlið bókmenntanna, sem að höfundum þeirra veit - að sköpunarsögu verkanna, en nýrýnendur hafi aftur einbeitt sér að þeirri hlið, sem veit að við- takendum - lesendum - þeirra. Mér sýnist, að nú eftir útkomu bókar Sigurðar Nordals sé einmitt stundin komin til þess, að einhver fræðimaður beiti Passíusálmana nýrýninni könnun; beini höfuðathygli sinni að sjálfum texta sálmanna, kortleggi skáldmálið og sjálfa yrkingaraðferð séra Hallgríms, geri grein fyrir því, hvemig hann vinnur úr yrkisefni sínu. Eg hygg, að slík könnun myndi ekki síður en kannanir eftir öðmm aðferðum gefa svör við því, hvað Passíusálmarnir eru, og hvað þeir hafa verið íslenzkri þjóð um aldir. Slík könnun myndi svo vafalaust fæða af sér nýjar spurningar og nýjar athuganir, því að engin ein aðferð tryggir í sjálfu sér endanlega niðurstöðu, en öll fjölbreytni í rannsóknarsjónarmiðum og fjör í umræðum em til góðs. Bók Sigurðar Nordals er í rauninni fagurfræðileg esseyja, þar sem hann beitir framar öðru sálfræðilegum skýringum á ákveðnum þáttum Passíusábn- anna. Hann eyðir nokkm máli að bókarlokum til að sverja af henni „yfirskin lærdóms og bókvísi", með því líka að hann viti, að „... vonlaust er að reyna að gera þessi fræði að vísindum." (139. bls.). Meðal annars af þessum sökum kveðst hann sleppa að mestu að vísa til heimilda sinna og bætir við: „Það nær ekki neinni átt að ætlast til þess af fólki, sem er með öllum mjalla, að fara að leita þær uppi.“ (140. bls.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.