Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU
15
í kvæði Jónasar gefur að líta annað bragð sem er áhrifaríkt í
hrynjandinni, það að setningu er skipt milli lína. I ýmsum málum
er notast við franska orðið „enjambement“ um þetta. Hér nefnum
við fyrirbærið þræddar línur, og kemur það aftur við sögu síðar.9
Upphafi setningar fylgir alltaf nokkur áhersla. Því mætti nefna
það setningarfræðilega steytu ef setning hefst á atkvæði sem sam-
kvæmt bragarhættinum ætti að vera veikt.10 Látum hér nægja eitt
dæmi: „Jörðin, hún hlakkar af hófadyn“ (Fákar e. Einar Ben), þar
sem setning hefst á þriðja atkvæði í réttum þrílið (,,hún“). Það
býr viss ákafi í þessari línu, en honum veldur jafnframt stílbragð-
ið sem kalla mætti greinarskekkju eða ósamræmi (anacolutus í
skilgreiningu klassískrar stílfræði).* 11
I sambandi bragarháttar og annarra radda er enn ótalið það
misgengi sem nefna mætti merkingarfræðilega steytu, þegar
merkingarþungt orð stendur á veikum stað í bragnum, og setn-
ingarfræðilega skriplu, þegar setningaskipanin ein vinnur á móti
því að atkvæði sem samkvæmt bragnum ætti að vera þungt fái
fulla áherslu. Ef litið er á það fyrrnefnda eru þær framburðar-
steytur sem nefndar voru hér að ofan í raun jafnframt merkingar-
steytur, og lesandinn getur ímyndað sér önnur dæmi. Hvað varð-
ar hið síðarnefnda þá er skripla sem eingöngu veltur á setningu
næsta fátíð, þótt mjög væg setningarskripla myndist þegar ljóð-
línur eru þræddar og upphaf línu stenst þess vegna ekki á við
upphaf setningar.
Skriplur og steytur eru dýrmæt verkfæri, þótt oft hafi verið
litið á þær sem eins konar skáldaleyfi eða villur sem umbera
mætti ef tjáningin krefðist þess. Þar sem mynduð er formgrind og
9 Hættir þeir sem Snorri nefnir hjástælt og orðskviðuhátt fela í sér skipulega
þræddar línur.
10 Þetta er algengt, einkum í mælskum texta, en hefur mismikla þýðingu eftir
lengd setningahlésins, hvort það er einungis rituð komma sem ekki er virt í
lestri, raunveruleg komma eða punktur, hvort efnið er það sama eða nýtt
o.s.frv.
11 Anacolutus myndast þegar ekki er málfræðilegt samræmi milli greinarhluta
eða framhaldið tekur ekki mið af upphafinu, eins og títt er í talmáli, t.d. „mað-
urinn, sem brotist var inn í húsið hjá“.