Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 80
74
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
greiningartækjanna, oft snúist um hve vel eða einarðlega einstakir
fræðimenn hafa sett fram sjónarmið sín. Dæmið snerist algerlega
við ef nýir upplýsingabrunnar fyndust.
I þessari grein er kannaður mögulegur brunnur nýrra upplýs-
inga og boðið upp á aðferðafræðilega nálgun í samræmi við hann.
Því er haldið fram að læknisfræðileg og fornleifafræðileg rök
bylti fyrri hugmyndum okkar um Egil; breyti skilningi okkar á
persónu þessa stríðsmanns, túlkun okkar á skáldskap hans og
hugmyndum okkar um sögulega nákvæmni Egils sögu. Slík
breyting er möguleg því andstæður í skapgerð Egils, sem hér eru
taldar stafa af ágengum sjúkdómi,2 hafa áður nær undantekning-
arlaust verið túlkaðar á hefðbundnum nótum - sem bókmennta-
leg tvíhyggja. Um sé að ræða þá spennu sem skapast af því hvern-
ig frásögnin vefur saman bjart og dökkt (bæði í bókstaflegum og
sálfræðilegum skilningi), og að þrettándu aldar höfundur ýki vilj-
andi tíundu aldar hetjuskap.
Tilgangur minn með því að færa út kvíar orðræðunnar með
faraldsfræðilegum upplýsingum, er að bæta nýrri vídd við skiln-
ing okkar bæði á persónu Egils og sögu hans. Með samþættingu
2 Þórður Harðarson setti þessa tilgátu fyrst fram í „Sjúkdómur Egils Skalla-
grímssonar“ Skírnir 158 (1984): 245-248, þar sem hann leggur til að Pagets-
sjúkdómur verði endurskírður „Egilssjúkdómur". Skia, nemandi í framhalds-
námi við UCLA, skrifaði um þessa hugmynd í stuttri ritgerð fyrir fornsagna-
námskeið. Næst kom sameiginleg grein, Jesse L. Byock og Skia, „Disease and
Archaeology in Egil’s Saga: A First Look“ í The Haskins Society Journal: Stu-
dies in Medieval History 4 (1993): 13-24. Meðan ég fékkst við rannsóknir
vegna þessarar greinar, sem fyrst birtist á ensku, Jesse L. Boyck, „The Skull
and Bones in EgiTs Saga: A Viking, A Grave, and Paget’s Disease," Viator 24
(1993), ráðgaðist ég við Þórð Harðarson, prófessor og yfirlækni við Landspít-
alann í Reykjavík, og vil þakka honum ríkulega hjálp og athugasemdir. Ég
þakka einnig dr. Barböru Mills, prófessor við Schools of Medicine and
Dentistry við University of Southern California og Orthopedic Hospital, og
dr. Fredrick R. Singer, prófessor í læknisfræði við University of California,
Los Angeles, forstöðumanni Bone Center við Cedars-Sinai Medical Center og
stjórnarformanni Paget’s Disease Foundation. Þessir tveir viðurkenndu sér-
fræðingar í Pagetssjúkdómi lásu uppkast að greininni og komu með gagnlegar
uppástungur. Helga Þorlákssyni er einnig þakkað fyrir að gera athugasemdir
við uppkastið og fara með mér yfir upplýsingar um staðhætti og fornleifar á
Mosfelli. Gunnar Karlsson og Hermann Pálsson lásu einnig uppkast að þess-
ari grein og er ég þeim þakklátur fyrir margar skarplegar uppástungur.