Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 226
220
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
mönnum er jafnvel meiri þörf en ella að skynja eigin reynslu í verkum
annarra, finna þann létti og skilningsauka á eigin lífi sem felst í þeim
sameiginlegu skilaboðum sem ljóðin bera mönnum landa á milli og opna
leið fyrir persónulega tjáningu.
Gunnar Harðarson spyr svo í greininni „Laumufarþegar atómljóðs-
ins“ í Ljóðaárbók 1989:
Hvernig hefði Jón úr Vör ort ef hann hefði aldrei lesið neitt eftir
sænsk öreigaskáld? Eða atómskáldin ef þau hefðu aldrei kynnst verk-
um eftir önnur skandínavísk skáld eða þýðingum á evrópskum og
amerískum skáldum? Höfðu þýðingar Anonymusar engin áhrif á
Jóhannes úr Kötlum, þýðingarnar í Birtingi og ljóðin í Erlend nú-
tímaljóð ekkert að segja fyrir þá sem þar stóðu að verki? Hvað um Af
greinum trjánna og Ljóðaþýðingar úr frönsku eða aðrar þýðingar
sem oft leyndust aftast í frumsömdum ljóðabókum? Þessum spurn-
ingum get ég vitaskuld ekki svarað, en hitt tel ég ekki ólíklegt að
áhrif Majakovski-þýðinga Geirs Kristjánssonar (Ský í buxum, 1965)
á þá skáldakynslóð sem kom fram í kjölfar 1968 verði seint ofmetin.2
Svipað mætti fullyrða um ótvírætt gildi ljóðaþýðinga úr spænsku
fyrir íslenskar bókmenntir og viðtakendur þeirra. Þó er að ýmsu að
huga, svo sem fjarlægð sem ekki verður einungis í kílómetrum mæld.
Þýðingar hafa það tvíeðli að vera upprunnar á einum stað en færðar yfir í
annan, ef til vill gerólíkan, þ.e. þær gangast undir einskonar þjóðflutn-
inga. Þegar slíkur „umskiptingur" verður til kann að vera undir hælinn
lagt hvort lesandinn botnar í fyrirbærinu, eða hvort það segir honum
yfirhöfuð nokkurn hlut. Ef til vill reynist íbúum í norðlægari löndum
erfitt að ná sambandi við ljóðaþýðingar frá svo ólíku landi sem Spánn er.
Þó er tæpast hægt að fullyrða neitt um slíkt, enda geri ég ráð fyrir að ljóð
eigi í eðli sínu engin landamörk, að skynjun mannsins sé óendanleg, eða
að minnsta kosti hæfni hans til skynjunar, hvort sem hann ber gæfu til að
njóta hennar eður ei.
Á 19. öld bregður fyrir einni og einni þýðingu á spænskum ljóðum,
og þá væntanlega með þýsku eða dönsku að millimáli. En það er ekki
fyrr en á þessari öld, einkum undanförnum árum og áratugum, sem
meiri skriður kemst á ljóðaþýðingar úr spænsku, bæði frá Spáni og
Rómönsku Ameríku. Þær hafa birst í ritum sem geyma þýðingar frá
fleiri löndum: Annarlegar tungur Anonymusar (Jóhannesar úr Kötlum,
1948); Erlend nútímaljóð (1958) Ljóð frá ýmsum löndum (1946) eftir
2 Gunnar Harðarson: „Laumufarþegar atómljóðsins". Ljóðaárbók 1989. Al-
menna bókafélagið 1989, bls. 116.