Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 252
246
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
jarls á Gautlandi. Ragnar lét þá gera sér föt, „þat eru loðbrækr ok loð-
kápa“. Menn hafa með þessa frásögn að veganesti átt erfitt með að skýra
á fullnægjandi hátt föðurnafn Loðbrókarsona, sem taldir eru víða í sög-
um synir Ragnars loðbrókar, en ætla mætti samkvæmt nafngiftinni, að
þeir væru synir konu að nafni Loðbrók. McTurk hyggur, að um mis-
skilning eða sagnbrenglun sé að ræða. Hann lítur svo á, að í föðurnafni
Loðbrókarsona dyljist upphaflegt heiti á frjósemisgyðju að nafni Loð-
brók. Hann rennir ýmsum stoðum undir þessa hugmynd en einkum
skírskotar hann til ritháttar (v skrifað ofan línu) í einni vísu í Ragnars
sögu loðbrókar (1824 b) og bendir á hliðstætt rittákn annars staðar í
meginmáli sögunnar, þ.e. v standi fyrir u, en ekki ar, eins og venja er.
Trémaður yrkir. Vísan hljóðar svo:
Ok því settumk
svarðmerðlingar
suðr hjá salti,
synir Loðbrókar;
þá vark blótinn
til bana mönnum
í Sámseyju
sunnanverðri.
McTurk les (í fjórðu línu) Loðbróku en ekki Loðbrókar (bls. 23) líkt og
fræðimenn hafa gert. Sá lesháttur benti til þess að dómi McTurks, að
synir Loðbróku vísuðu til hofgyðju, sem væri heitin eftir eða væri fulltrúi
fyrir frjósemisgyðjuna Loðbrók eða Loþkonu sem fræðimaðurinn Jöran
Sahlgren dró fram af sænsku örnefni (bls. 16 o. áfr.) og taldi að verið
hefði í öndverðu sama gyðja og Nerthus hjá Germönum að sögn
Tacítusar. Hugmyndin er sú, að við blót frjósemisgyðjunnar hefði hof-
gyðjan íklæðst loðbrókum og dregið nafn sitt af því. Vert er að gefa því
gaum, eins og McTurk bendir á, að myndin loðbróka (ef. loðbróku) kem-
ur hvergi annars staðar fyrir, svo að vitað sé, og stangast á aðrar fornar
heimildir frá 12. öld, svo sem Maeshowe-ristuna í Orkneyjum og Ara
fróða, þar sem eignarfallið loðbrókar er ótvírætt. McTurk gerir auðvitað
ráð fyrir því, að nafnbrenglunin sé mun eldri en þessi ritgögn. Meginnið-
urstaða McTurks er því sú, að hann greinir syni Loðbróku frá Ragnari
loðbrók, sviptir Loðbrókarsonu föður, en gefur þeim móður. Allt er
þetta mál örðugt viðfangs og óvissan mikil, en McTurk hreyfir hér nýrri
lausn, sem vert er að gaumgæfa nánar.
Rannsóknasagan er skilmerkilega rakin, þegar hún er fyrir hendi og
fátt er dregið undan. Þegar McTurk ræðir eldri viðhorf vísindamanna,
fjallar hann jafnan um þau af víðsýni og sanngirni, enda þótt hann sjálfur
kunni að vera annarrar skoðunar og fyrir þá afstöðu býður könnun hans
af sér góðan þokka. Þetta er einkar mikilvægt, þegar hver ráðgátan rekur