Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 172
166
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
„gervivísindi" þau sem Sigurður A. Magnússon gerir sér svo títt
um (sjá grein hans í Morgunblaðinu 12ta júní 1992).
I attneska stafrófinu er r| ritað fyrir langt e-hljóð og líklega til
þess að gera opið; ei er aftur á móti haft þar sem borið var fram
langt e og lokað. Síðara e-ið umbreyttist snemma í langt z-hljóð,
og var þá farið að rugla saman t-i og ei-i í rituðu máli. Á undan
sérhljóði hélst þó e-framburður oftast nær: Medea, Aeneas
(MriSeta, Alveíac). í samræmi við þetta er víðast hvar ritað og
borið fram i í látnesku máli þar sem ritað er ei í grísku.
Sveinbjörn Egilsson fer því vafalaust eftir latneskum sið þar sem
hann ritar t. a. m. Ilíþýja (EÍXeíQma, gyðjunafn, Od. 19,188; þó
einnig Lausnargyðjurnar þar sem vættir þessar eru nefndar í
fleirtölu, II. 11,271); aftur á móti Eilesía (ELXéatov, bæjarheiti 11.
2,499); Ifímedía (’IcþipéSeLa, kvenmannsnafn, Od. 11,305); Idóþea
(E!8o9ér), gyðjuheiti, Od. 4,366); Anþía (’'Av0eta, bæjarheiti, II.
9,151). Aftur á móti ritar Grímur Thomsen Medeja (útg. 1954,
bls. 395, í fyrirsögn fyrir þýðingu sinni á kórsöng kvenna í sam-
nefndum harmleik Evrípídesar), líklega til samræmis við attneska
stafsetningu. Helgi Hálfdanarson (1990) hefur hins vegar orð-
myndina Medea, og mun hún vera bæði nærri grískum fram-
burði og latneskum erfðavenjum. Og svo mun kona þessi nefnast
í máli þeirra samlanda minna sem hennar þurfa að geta.
Hér hefur nú verið farið hratt yfir sögu og fáein dæmi til-
greind til viðbótar því sem Sigurður drepur á í grein sinni; og þó
hlaupið yfir margt sem þyrfti til fullkominnar skýringar. Nú mun
margur vísast spyrja hvort hægt sé að vita nokkuð um hljóðfræði
og framburð forngrískrar tungu, og allir dauðir og grafnir fyrir
örófi alda sem á hana voru mæltir. En því er þá til að svara að
væri ekkert um framburðinn vitað, myndu textarnir vera óskilj-
anlegir og bókstafirnir ekki annað en merkingarlaust klór á papp-
írnum. Einatt verður að leita vitneskju um grískt mál eftir
löngum og hlykkjóttum krókaleiðum, athugunum á rithætti
grískra tökuorða í öðrum fornmálum, lögmálum almennrar
hljóðfræði, o. s. frv. En auk þess búum vér svo vel að fornir
málfræðingar Grikkja veita margháttaða fræðslu um grískan
framburð og hljóðafar. Af rithætti textanna, og eru fæstir miklar
bókmenntir, má ráða hverjar umbreytingar urðu á málinu smátt