Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 98
92
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
Þessi vísa um mann með höfuð sem hnykkist til er gott dæmi
um hæfileika skálds til að breyta líkamlegum veilum í minnistætt
myndmál. Við skulum því athuga hver merking vísunnar er ná-
kvæmlega. I fyrsta vísuorðinu felst: „Eg riða með hálsinum.“
Skáldið nær fram ímynd hálsins með því að búa til kenningu,
helsis valr, sem merkir „hestur klafans (hálsfestarinnar)". Orðið
váfur er myndað af sögninni váfa, „riða eða dingla hangandi“, og
flytur sama skilning og skylt orð, váfuður, sem er skáldlegt nafn á
Óðni og merkir hinn „hengdi guð“. Því vísar þetta vísuorð til
háls sem bognar undan þunga höfuðs sem riðar fram og aftur.
Höfuð sem hnykkist til og riðar er ekki dæmigert einkenni
hás aldurs. Hin myndræna lýsing, váfur helsis vals, er heldur alls
ekki almenn málnotkun í forníslenskum skáldskap. Aftur leiddi
tölvuleit ekki í ljós neitt annað dæmi um þetta samband í lausa-
málstextunum. Lexicon poeticum antiquœ linguœ septentrionalis,
gullnáma sjaldgæfrar málnotkunar, hefur einnig einungis eitt
dæmi - þessa tilteknu vísu úr Egils sögu sem lýsir Agli á gamals
aldri.43
Meðal þess sem Egill þjáist af í ellinni eru verkir og blinda.
Hann er niðurlægður fyrir aðgerðaleysi sitt og sókn í yl:
Egill varð með qIIu sjónlauss. Þat var einhvern dag, er veðr var kalt um
vetrinn, at Egill fór til elds at verma sik; [...] „Statt þú upp,“ segir hon,
„ok gakk til rúms þíns ok lát oss vinna verk vár.“ Egill stóð upp ok gekk
til rúms síns ok kvað:
Hvarfak blindr of branda,
biðk eirar Syn geira,
þann berk harm á hvarma
hnitvQllum mér, sitja;
(85. kafli)
í vísuhelmingnum hér að ofan hefur orðasambandið hvarma
hnitvöllum tvær merkingar: bókstaflega, augnsvæði andlitsins;
skáldlega, umgjörð augnanna. Munurinn felst í því hvort orðin
43 Sveinbjörn Egilsson, Lexicon poeticum antiquœ linguœ septentrionalis: Ordbog
over det norsk-islandske skjaldesprog, 2. endursk. útg. Finnur Jónsson
(Kobenhavn: Det kongelige nordiske oldskriftselskab 1931), bls. 243.