Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
169
leggja það á sig að rita orð úr öðru eins útskersmáli og ensku,
heldur snarar því á latínu: „eins og Englendingar segja í orði því
sem þeir hafa um þjóf“.
Grískir þjóðrembingsmenn eru stundum að rekast í fornmáls-
framburði vestrænna lærdómsmanna, og mælast þá til þess að
upp verði tekinn nýgrískur framburður til samræmis við þann sið
sem tíðkanlegur er á Grikklandi. Og er þá oftlega látið liggja að
því að Erasmus hafi viljað vinna grísku máli og þjóðmenningu
mein með riti sínu; þurfa lesendur þessa pistilskorns ekki langt að
leita annarra dæma þess að unnendur vits og bættrar þekkingar
séu taldir með þjóðníðingum. Erasmus var um sína daga einn
sköruglegastur málsvari frjálsrar hugsunar og andlegrar ráðvendni
á Vesturlöndum, og verður um það helst jafnað við menn eins og
Voltaire, Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre, svo að dæmi séu
nefnd frá seinni tíðum. Nú hefur Sigurður A. Magnússon gerst
liðsmaður grískra þjóðernissinna meðal Islendinga, a. m. k. í
framburðarmálum forntungunnar. Og er þó hætt við því að hon-
um muni reynast það erindi ærið þrautasamlegt. Þau grísk eigin-
heiti og önnur orð sem tekin hafa verið upp í íslensku máli, eru
nálega öll fengin að láni úr latínu eða öðrum vestrænum tungum,
og eru sniðin eftir þeim uppruna sínum. Þau orð sem norrænir
stríðsmenn höfðu heim með sér úr Miklagarði á miðöldum, eru
varla teljandi; þau eru og að öllum líkindum ekki sótt beint í
grísku, heldur hafa lagt leið sína um slafneskt mál.
Sveinbjörn Egilsson snaraði Hómers-kviðum á íslenskt mál,
og sé ég ekki betur en Sigurður telji hann með kanoniskum
höfundum. En mörgum hygg ég að brygði í brún ef þeim væri
boðið að kalla skáldið Omiros, það er kviðurnar eru við kenndar,
en sú yrði afleiðingin ef nýgrískur framburður yrði tekinn upp.
Hin mikileyga drottning Hera yrði Ira (eða Irí); hin hvítarmaða
Helena héti Elení, Aþena, hin fjölvitra gyðja, Aþínv, Heba yrði
Iví. Skáldið Hesíodus yrði að kalla Isíoðos, Herodotus nefndist
Iroðotos; og þar fram eftir. Ekki má heldur gleymast að láta
raddböndin titra þegar s-ið er borið fram í nafni Seifs Ægisskjalda
(Zeuc). Sá íslenski siður hlyti að leggjast af að bera grísk nöfn
fram með áherslu á fyrsta atkvæði: Sókrates, Aristóteles o. s. frv.,