Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 260
254
MÁR JÓNSSON
SKI'RNIR
stjúpdóttur í bréfi sínu var til einföldunar og styttingar, auk þess sem
það hafa talist vera alvarlegustu brotin. Ákvæðin sem þeir nefndu um
friðleysi, skriftir og aleigumissi til konungs og biskups voru hins vegar
orðrétt komin frá Árna, á meðan Jón vildi að biskupar fengju allar eignir
blóðskammara.9 (Og innan sviga get ég þess að það er úrelt Danahatur að
kenna Páli Stígssyni um bréf lögmanna frá 1559: „Vafalítið er bréfið ritað
að hvatningu danskra erindreka sem um þessar mundir voru að breyta
stjórn landsins“ (62).'°)
Svo ég færi mig nær í tíma er rangt hjá Ingu Huld að sektir fyrir
frillulífi, það er að segja barneignir ógifts fólks, hafi verið afnumdar árið
1808 (163 og 235). Það ár var afnumin dauðarefsing fyrir þriðja hór-
dómsbrot, auk þess sem sektakvarða fyrir minni sakir var hagrætt. Sektir
fyrir fyrstu tvö barneignarbrot ógiftra voru ekki teknar úr lögum fyrr en
átta árum síðar, að lögleitt var danskt bréf frá 1812." Sömuleiðis stenst
ekki að opinber aflausn í kirkju hafi verið leidd í lög á íslandi árið 1617
(77 og 85). Bréf konungs átti einungis að gilda í Danmörku og var aldrei
sent hingað til lands.12 Sú opinbera aflausn sem búin var til eftir siða-
skipti var í beinu framhaldi af kaþólskum siðum, sem sjá má af kirkju-
skipan Kristjáns konungs þriðja frá 1537, sem samþykkt var á Þingvöll-
um fjórum árum síðar. Þar segir að ef sakamenn girnist „af öllu hjarta að
afleysast, þá mega þeir fá opinbera aflausn og verða svo kvittir við söfn-
uðinn í kristilegri kirkju.“13 Jafnframt má benda á stórmerkt og ítarlegt
rit sem Guðbrandur biskup Þorláksson skrifaði og gaf út um opinbera
aflausn árið 1596, en þar lýsir hann því hvernig athöfnin átti að fara fram
við guðsþjónustur í kirkjum landsins.14 Að endingu nefni ég það smáat-
riði að snúið er við aldri hinna þekktu systkina Sunnefu og Jóns, því hún
var 14 ára og hann 16 ára þegar þau eignuðust barn, en ekki öfugt eins og
Inga Huld segir.15
9 Már Jónsson, Blóðskömm, bls. 54 og 96.
10 Sama rit, bls. 95.
11 Lovsamling VII, bls. 200 og 575.
12 Bréfið er ekki einu sinni nefnt í Lovsamling, sjá fyrsta bindi bls. 178-79. Inga
Huld getur þess ekki hvar það er prentað, en mun miða við V.A. Secher, For-
ordninger, recesser og andre kongelige breve Danmarks lovgivning vedkomm-
ende III. Kaupmannahöfn 1891-1894, bls. 524-25.
13 Islenskt fornbréfasafn X, bls. 196, sbr. bls. 141.
14 Guðbrandur Þorláksson, Um það rétta kirkjunnar straff. Hólum 1596, bls.
G3r
15 Sbr. Björn Th. Björnsson, Haustskip. Reykjavík 1975, bls. 243. Á alþingi 1742
var þessu snúið við og hefur Inga Huld notað þær upplýsingar; sjá Alþingis-
bækurðŒl, bls. 152.