Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
85
„Bárótt" beinayfirborð virðist koma norrænum hetjuskap lít-
ið við. Það er samt hluti af lýsingu kennslubóka á Pagetssjúkdómi
(sjá viðauka: Pagetssjúkdómur). Ihugið eftirfarandi lýsingu úr A
Textbook of Pathology, bók sem er víða notuð í læknaskólum til
leiðbeiningar við sjúkdómsgreiningu: „Þykknunin er mest áber-
andi í þverskurði af yfirborði kúpuhvolfsins og meinafræðilega
sjúkdómsgreiningu má byggja á henni einni. [...] Límlínurnar eru
breiðar, áberandi og óreglulega báróttar."32 A líkan hátt lýsa
læknarnir D. Resnick og G. Niwayama því að pagetísk hauskúpa
sé oft gárótt: „Svipaðan óregluleika á ytra borði hauskúpunnar
[...] má tengja við áberandi gárótt eða bylgjótt útlit.“33 Forvitinn
tólftu aldar Islendingur tók eftir, að því er virðist, einmitt þessum
aðgreinandi „óreglulega báróttu“ einkennum sem tuttugustu ald-
ar læknanemum er kennt að leita eftir. Jafnvel lýsing sögunnar á
hvítnun kúpunnar („hvítnaði hann“) þegar Skapti laust hana með
öxinni er greinileg ábending um Pagetssjúkdóm. Hið mjúka, vik-
urlíka yfirborðsefni stækkaðrar pagetískrar kúpu, sem liggur ofan
á hörðnuðum og seigum kjarna eða innra borði, hvítnar þegar
það verður fyrir höggi.34
En hve algengar eru þessar bárur á hauskúpunni? Þessi spurn-
ing var viðfangsefni athugunar sem gerð var á sjúkrahúsi í
London og var henni lýst í grein sem ber yfirskriftina „Cor-
rugation of the Skull in Paget’s Disease of Bone“. Athugunin
leiddi í ljós að af 80 tilfellum Pagetssjúkdóms sem meðhöndluð
voru á einu ári hafði sjúkdómurinn lagst á hauskúpuna í 16 tilfell-
32 William Boyd, A Textbook of Pathology: Structure and Function of Diseases,
8. útg. (Philadelphia: Lea & Febiger 1970), bls. 1242-1243.
33 D. Resnick og G. Niwayama, Diagnosis of Bone and Joint Disorders (Phila-
delphia: W. B. Saunders 1981), bls. 1726. Fjöldi annarra fræðimanna hefur
veitt athygli hinni „báróttu“, „gáróttu" eða „mósaísku" pagetísku hauskúpu.
Sjá C. R. Paterson og W. J. MacLennan, Bone Disease in the Elderly (New
York og London: John Wiley 1984), bls. 117.
34 Þessa athugasemd um hvítnunina á ég að þakka dr. Barböru Mills og víðtækri
reynslu hennar af sjúkdómnum. Sjá einnig Alex Norman, „The Radiology of
Paget’s Disease", í Paget’s Disease of the Bone: Clinical Assessment, Present
and Future Therapy, ritstj. Frederick R. Singer og Stanley Wallach (New
York: Elsevier Science Publishing 1991), bls. 9.