Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 93
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ 1 EGILS SÖGU
87
athugasemdir hans um seiglu þessa óreglulega beins eru svipaðar
athugasemdum tólftu aldar Islendings sem prófaði slíka kúpu
með axarhamri sínum.
Pagetssjúkdómur var ókunnur á miðöldum. Það var ekki fyrr
en seint á 19. öld, þegar enskur skurðlæknir, Sir James Paget
(1814-1899) lýsti sjúkdómnum, að menn skildu að ólík einkenni
hans, sem virtust ótengd, voru ein meinsemd.37 Sjúkdómurinn
getur lagst á hvaða bein eða beinasamband sem er en er venjulega
takmarkaður við einn eða tvo staði. Algengast er að hann leggist á
lærleggi, hrygg, mjaðmagrind, bringubein eða höfuðkúpu.38 Hin
skýra og í meginatriðum rétta lýsing James Pagets er enn klassísk
greinargerð fyrir aflagandi beinbólgu (osteitis deformans). I lýs-
ingu hans segir:
[sjúkdómurinn] hefst á miðjum aldri eða síðar, ágerist mjög hægt, getur
haldið áfram árum saman án þess að hafa áhrif á almenna heilbrigði og
án annarra vandkvæða en þeirra sem fylgja breytingum á lögun, stærð og
stefnu sýktra beina. Jafnvel þegar hauskúpan hefur þykknað ákaflega og
form allra beina hennar hefur breyst geysilega hefur það engin áhrif á
hugann.”
Öll þessi einkenni, þar með talin skýr hugsun, eiga við Egil sem
gerði grein fyrir líkamlegum vandkvæðum ellinnar í innsæjum og
nýstárlegum vísum.
37 Paget stundaði lækningar við St. Bartholomew’s Hospital í London. Árið
1854 varð hann sérlegur skurðlæknir Viktoríu drottningar og fáum árum síðar
skurðlæknir í þjónustu prinsins af Wales. Frægð Pagets byggir á lýsingum
hans á mörgum sjúkdómum og sá frægasti þeirra, aflagandi beinbólga, er
nefndur eftir honum. Paget birti uppgötvanir sínar árið 1876 í grein þar sem
lýst er fimm tilfellum þessa áður óþekkta sjúkdóms. Aðaltilfelli hans var mað-
ur sem hann hafði athugað um tuttugu ára skeið, frá því sjúklingurinn var 46
ára og þjáðist þá þegar af sjúkdómnum.
38 R. L. Merkow og J. M. Lane, „Paget’s Disease of Bone“, Orthopedic Clinics of
North America 21/1 (1970): 171-189. Norman, „The Radiology of Paget’s
Disease", bls. 7.
39 N. J. Y. Woodhouse, „Historical and Epidemiological Aspects of Paget’s
Disease", í Human Calcitonin and Paget’s Disease, ritstj. I. Maclntyre (Bern,
Stuttgart og Vín: Hans Huber Publishers 1977), bls. 54.