Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 179
SKÍRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
173
síðari höfundar hafa gert eftir dæmi Svein-bjarnar: Maraþon,
Þermopyla, Þeokritos, Prómeþeifur, pýþiskur, Skýþar skrifar t. a. m.
Grímur Thomsen (1954). Þó hefur Benedikt Gröndal Sveinbjarn-
arson ritháttinn Athenuborg í Dœgradvöl (Rit III, 1983, bls. 226).
Og ekki er því að neita að óvanalegt er í íslensku máli að beraþ-
hljóð fram milli tveggja sérhljóða, nema í samsettum orðum þar
sem samskeyti eru augljós (óþægur, óþokki o. þvl.). Benedikt ritar
og katólskur í Dægradvöl; einnig atheismus, atheismi í fyrirlestri
sínum „Um skáldskap“ árið 1888 (Rit II, bls. 149, 151), og hefur
þá líklega borið orðin fram í samræmi við það (þó hefur hann
gyðjuheitið Aþena í formála að kvæðabók sinni árið 1900 (Rit II,
bls. 272). I orðasennu þeirri sem varð milli pápiskra klerka og ís-
lenskra prestaskólakennara upp úr miðri öldinni sem leið, er ritað
katólskur en ekki kaþólskur (sjá t. d. ljósmyndir af titilblaði
tveggja bæklinga í bók Gunnars F. Guðmundssonar Kaþólskt
trúboð á íslandi (1987, bls. 102). Á þessari öld hefur rithátturinn
kaþólskur smátt og smátt orðið tíðkanlegur; svo ritar m. a. Ágúst
(H.) Bjarnason í Yfirliti yfir sögu mannsandans (Vesturlönd,
1915, víða). Þórbergur Þórðarson ritar þó enn á móti katólsku
kirkjunni í Bréfi til Láru árið 1924; Halldór Kiljan Laxness svarar
Þórbergi árið eftir með Kaþólskum viðhorfum. I safnaðarblaðinu
Merki krossins segir að það sé gefið út af „kaþólsku kirkjunni á
Islandi", og virðist því þ-ið vera löggilt mál safnaðarmanna
sjálfra. Ekki get ég að því gert að mér hefur einlægt þótt þ-
framburður þessa orðs heldur tilgerðarlegur, og er ekki trútt um
að mig gruni ekki að þann framburð (og rithátt) sé að rekja til
erfingja séra Ketils. Iþaka, Aþenuborg, Maraþon hafa aftur á móti
unnið sér fullkominn þegnrétt í íslensku máli.
Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl (Rit III, bls. 29) að
danskur guðfræðingur, L. Chr. Muller að nafni („hebreski
Muller"), hafi orðið til þess að faðir sinn hafi vanið sig á það að
lesa grísku eftir nýgrískum framburði („eða eftir reuchlins-
hætti“). Muller þessi dvaldist á Islandi árið 1832, en af bréfum
þeirra Sveinbjarnar og Rasks sést að Sveinbjörn var áður farinn
að rita þ fyrir grískt 0, og er þessi ritháttur því trauðla frá Múller
kominn. Og reyndar sé ég engin merki þess í þýðingunum, svo
að víst sé, að Sveinbjörn fari eftir nýgrískum framburði í stafsetn-