Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 126
120
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
allri menntahefð miðalda og raunar allri hugsun miðaldamanna
að það var óhjákvæmilegt að þeirra yrði vart þegar samin voru
fyrstu bókmenntaverk á þjóðtungum upp úr 1100.15 I formálum
að Ijóðsögum sínum frá seinni hluta 12. aldar hvetur Chrétien de
Troyes t.d. lesendur til að leita æðri merkingar þeirra (sen) með
því að huga sérstaklega að því hvernig efniviðnum (matiere) er
skipað niður (conjointure).16 Ólíklegt er annað en að íslenskir
höfundar á öndverðri þrettándu öld hafi kunnað skil á því að
heilaga ritningu bæri að skilja æðri skilningi, t.d. benda orð
Snorra Sturlusonar í formála Eddu til þess þegar hann segir um
heiðna spekinga: „En alla hluti skilðu þeir jarðligri skilningu, því
at þeim var eigi gefin andlig spekðin.“17 Orð þessi merkja að
kristnir menn geti, í krafti opinberunar, numið æðri sannleika
sem er að baki hlutunum en það hafi heiðingjar ekki getað gert,
heldur aðeins skilið ytri merkingu þeirra, jafnvel þótt sú speki
hafi oft á tíðum verið mikil, eins og Snorri og reyndar flestir
fróðir menn í Evrópu vissu frá og með 12. öld.18
Þótt þessi tegund margræðni sé svo nátengd kirkjunni og ríkj-
andi orðræðu í kristnu samfélagi, þá er hún í grundvallaratriðum
hin sama og sú sem hér hefur verið til umræðu. I báðum tilvikum
er byggt á því að orð eða atburðir geti „orkað tvímælis", þ.e. að
unnt sé að lesa úr þeim fleiri en eina merkingu eftir því í hvaða
samhengi lesandinn kýs að skoða þau. „Andlega merkingin" í
skilningi kristinna miðaldamanna vísaði auðvitað til þess sam-
15 Þetta kemur t.d. fram í nýlegu yfirlitsriti um franskar bókmenntir eftir Michel
Zink: Introduction d la httérature frangaise de Moyen áge, Paris 1993, bls. 109,
en þar segir (í minni þýðingu): „Það þarf því engan að undra að miðaldamenn
hafi ekki látið sér nægja að túlka Ritninguna, heiminn og bókmenntirnar sem
allegoríur, heldur einnig skapað ógrynnin öll af bókmenntaverkum sem skilja
átti samkvæmt æðri merkingu þeirra."
16 Um viðhorf Chrétiens til sagnalistarinnar má t.d. lesa í riti P. Zumthor: Essai
de poétique médiévale, Paris 1972, bls. 362.
17 Sjá Eddu, bls. 5.
18 Um formála Snorra Eddu og vangaveltur evrópskra guðfræðinga á 12. öld um
stöðu heiðinna forvera þeirra, sjá grein eftir Ursulu og Peter Dronke: „The
Prologue of the Prose Edda: Explorations of a Latin Background", Sjötíu rit-
gerðir belgaðar Jakobi Benediktssyni, 20. júli 1977, Reykjavík 1977, bls. 153-
76 og aðra eftir Anthony Faulkes „Pagan Sympathy: Attitudes to Heathendom
in the Prologue to Snorra Edda“, Edda, Winnipeg 1983, bls. 283-314.