Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
UM LOK SÖGUNNAR
199
skilja hvers vegna Fukuyama telur Kojéve áreiðanlegan túlkanda
á Hegel. Ef til vill sé þó skýringuna að finna í því að fyrrum
kennari Fukuyamas, Allan Bloom, sem sá um bandaríska útgáfu
bókar Kojéves, Introduction to the Reading of Hegel: Lectures on
the Phenomenology of Spirit (1980), hafi lýst trausti sínu á Kojéve
sem fræðimanni og talið verk hans vera mjög varfærna og fræði-
lega túlkun á Hegel. Bloom studdi túlkun Kojéves á lokum sög-
unnar og skrifaði m.a. eftirfarandi í inngangi bókarinnar: „Það
sem er eftirtektarverðast við hugsun Kojéves er álit hans - vel
réttlætanlegt - að fyrir Hegel, og alla fylgismenn hans, sé sögunni
lokið, að ekkert raunverulega nýtt geti gerst framar í veröldinni."7
Skýringu á afstöðu Kojéves til loka sögunnar er að finna í of-
angreindu riti hans þar sem hann segist byggja túlkun sína á grein
Alexandre Koyré um tímann í handritum Hegels að fyrirlestrum
í Jena 1802-1806, en niðurstaða Koyrés er í stuttu máli sú að sög-
unni yrði að vera lokið til að kerfi Hegels gæti staðist. Þessa túlk-
un á tímanum ásamt áherslunni á andstæðurnar húsbóndi - þræll
telur Grier vera kenningu Kojéves sjálfs, en ekki Hegels.8
Aherslu Kojéves á andstæðurnar húsbóndi - þræll má rekja til
einnar forsendu fyrir upphafi sögunnar hjá Hegel sem er bardagi
tveggja manna upp á líf og dauða, þar sem hvor um sig gerir
kröfu um viðurkenningu hins. Atökunum lýkur með sigri þess,
sem er reiðubúinn að hætta lífinu, yfir hinum sem andspænis
dauðanum getur ekki hafið sig yfir lífshvötina. Sigurvegarinn fær
húsbóndavald yfir hinum sigraða sem verður þræll hans.9 Hús-
bóndinn þvingar þrælinn til vinnu sem breytir raunheiminum.
Ferli sögunnar og þróun margs konar hugmyndafræði og þjóð-
félagsgerða er því afrakstur vinnu þrælsins þar sem húsbóndinn
er aðeins hvati.10 Þetta díalektíska samband húsbónda og þjóns
telur Kojéve vera grundvöllinn undir marxískri stéttabaráttu.* 11
7 Allan Bloom (ritstj.). Introduction to the Reading of Hegel: Lectures on the
Phenomenology of Spirit. Cornell University Press Ithaca 1980, bls. x.
8 Grier, bls. 136.
9 Bloom, bls. 41.
10 Sama rit, bls. 52.
11 Mark Poster. Existential Marxism in Postwar France: From Sartre to Althuss-
er. Princeton University Press, Princeton 1977, bls. 11.