Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 111
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
105
Greining sjúkdómsmynda í bókmenntalegum heimildum
Nokkuð áþekkt athugunum okkar á Agli og beinum hans er at-
hyglisvert tilvik sem sýnir vensl milli fornsögulegrar nákvæmni
og fornleifafræðilegra rannsókna, þótt því hafi verið lítill gaumur
gefinn. Ritheimildirnar eru úr Morkinskinnu, einu elsta handriti
Noregskonungasagna.70 Morkinskinna segir sögu af Sveini Ulfs-
syni (Astríðarsyni) Danakonungi (1047-1074), en bein hans voru
síðar grafin upp.71 Sveinn á í stöðugu stríði við Harald harðráða
Noregskonung (1047-1066) og bíður hvað eftir annað ósigur.
Eftir mikla sjóorrustu í mynni árinnar Nis 1062,72 kemst Sveinn,
gjörsigraður, nauðuglega í land undan Norðmönnunum sem leita
hans. Er hann kemur til húsa bónda nokkurs dylst Sveinn og leit-
ar undankomu. Höfundur sögunnar rekur hvernig geðill kona
bóndans móðgar hinn dulbúna konung og kvartar yfir því að
Sveinn sé óverðugur stjórnandi, bæði haltur og huglaus.73 Þrátt
fyrir fjandskap konunnar kemst Sveinn undan.
Þessi atvikalýsing er ekki einungis gott dæmi um frásagnarlist
sagnanna. Hún er einnig dæmi um það að saga sem áður var álitin
uppspuni fær stuðning líf-fornleifafræðilegra gagna. Arið 1911
voru bein Sveins tekin úr legstað sínum í Hróarskeldudómkirkju
og undirgengust nákvæma líffærafræðilega skoðun. Sér til undr-
unar komust rannsakendurnir að því að báðar mjaðmir Sveins
voru aflagaðar.74 Mjög sennilega var athugasemd bóndakonunnar
70 Morkinskinna, útg. Finnur Jónsson (Kaupmannahöfn: Samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur 1928), bls. 214.
71 Sagan, sem virðist hafa verið vel kunn, er einnig að mestu í sama formi í Har-
alds sögu Sigurðarsonar í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, útg. Bjarni Aðal-
bjarnarson, Islenzk fornrit 28 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1951), bls.
153.
72 Áin Nis (Nissan) er í dag í vestanverðri Svíþjóð, nærri landamærunum við
Noreg.
73 Textinn í Morskinskinnu er svohljóðandi: „Vesol erom ver k. oc E vei verþi os.
ver eigvm k. hvartveggja halltan oc ragan“ (bls. 214). í Haralds sögu Sigurðar-
sonar stendur „bæði haltr og ragr“.
74 „Ganske Overraskende kommer imidlertid det positive Fund, at der har været
noget abnormalt i begge hans Hofteled“, (Fr. C. C. Hansen, De ælste
Kongegrave og bispegrave i Roskilde Domkirke: Anthropologisk-Historiske
Undersegelser [Kaupmannahöfn: Priors Kgl. Hofboghandel 1914], bls. 16; sjá
einnig bls. 18-19).