Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 105
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
99
Tölfræðin sýnir sífellt betur að aflagandi beinbólga er ekki
sérstaklega sjaldgæf. Það er áætlað að þrjú til fjögur prósent allra
karlmanna yfir fjörutíu ára aldri í Stóra-Bretlandi hafi Pagets-
sjúkdóm í einhverri mynd og tíðnin getur farið allt upp í tíu pró-
sent eftir sjötíu ára aldur.57 Alitið er að þrjár milljónir manna yfir
fjörutíu ára aldri í Bandaríkjunum séu með Pagetssjúkdóm. Af
þeim kenna e.t.v. tuttugu og fimm prósent eða minna kvalafullra
einkenna.58 Auk tilhneigingar sinnar til að ganga í fjölskyldum er
sjúkdómurinn þekktur fyrir að tengjast ákveðnum landsvæðum,
aðallega í Evrópu og einkum í Englandi og Frakklandi. En hann
finnst einnig meðal þjóða sem ekki eru veikar fyrir Pagetssjúk-
dómi. I þeim tilvikum er hann oft einangraður við tiltölulega lítil
svæði eins og til að mynda Avellino á Italíu. Þá geta innflytjendur
borið sjúkdóminn með sér. Mikil þyrping tilfella fannst í stórri
fjölskyldu sem flutt hafði frá Avellino til Bandaríkjanna.59
Eru miklar líkur til þess að Pagetssjúkdómur hafi verið til í
Noregi og á íslandi á miðöldum? Svarið er líklega já. Aflagandi
beinbólga er mjög gamall sjúkdómur og faraldsfræðilega mjög
stöðugur. Elsta þekkta heimildin um Pagetssjúkdóm er stórlega
þykknuð forn-egypsk hauskúpa frá því um 1000 f. Kr. Nær við-
fangsefni rannsóknar okkar má nefna að meðal fornleifafunda í
engil-saxneskum hluta Englands eru pagetískar beinagrindur sem
sýna hæðarmissi, lengingu beina og einkennandi þykknun haus-
kúpnanna. Þessir fundir úr kristnu þorpi í Jarrow (norð-austur
Englandi) eru frá árinu 950.60 Með svo skýrar heimildir um sjúk-
dóminn úr þessum uppgreftri eru líkurnar miklar á því að sjúk-
57 D. J. P. Barker, A. T. Chamberlain, P. B. Guyer og M. J. Gardner, „Paget’s
Disease of Bone: The Lancashire Focus“, British Medical Journal 280 (1980):
1105. D. J. P. Barker, P. W. L. Clough, P. B. Guyer og M. J. Gardner,
„Paget’s Disease of the Bone in 14 British Towns“, British Medical Journal
269(1977): 1181-1183.
58 Upplýsingar veittar af Paget’s Disease Foundation, P.O. Box 2772, Brooklyn,
New York, 11202.
59 T. P. Jacobs, J. Michelsen, J. S. Polay, A. C. D’Adamo, R. E. Canfield, „Giant
Cell Tumor in Paget’s Disease of Bone“, Cancer 44/2 (1979): 744-747.
60 Woodhouse, „Historical and Epidemological", bls. 60-62.