Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 88
82
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
á beinum Egils þeirri viðteknu túlkun að sögurnar séu ótrúverð-
ugur uppspuni og segir: „Þessi frásögn er um margt þjóðsagna-
kennd og ekki alls kostar sennileg. [...] allir, er handleikið hafa
hauskúpu gamalmennis, vita, að hún stenzt ekki högg axarham-
ars.“24 I grein sem ber heitið „Hörð höfuðbein" varpar Bjarni
Einarsson fram frekari efasemdum um áreiðanleik kaflans. A
grundvelli niðurstaðna Jóns Steffensens úrskurðar Bjarni að slík-
ar lýsingar í sögunum séu bókmenntaminni.25 Fyrir Bjarna er
þetta minni uppgrafinna beina úr Egils sögu sérlega upplýsandi og
þjónar sem dæmi um heildartækni sagnaritunarinnar. Með hjálp
þess getur nútíma rýnandi staðið söguhöfundinn að verki er hann
gerir uppspunna sögu sennilega með því að blanda staðreyndum í
hugarflugið. I þessu tiltekna dæmi er söguhöfundurinn talinn
hafa tengt nærveru kunns prests frá öldinni eftir dauða Egils við
ósennilega lýsingu á beinum.26
Mikill meirihluti athugasemda við þennan kafla á síðari árum
koma frá fræðimönnum sem álíta lýsingu hauskúpunnar og bein-
anna einvörðungu táknræna. Laurence de Looze heldur því til
dæmis fram að uppgrafin hauskúpa Egils sé „íkon skáldlegs texta“
og telur að „bárur og skorur" hauskúpunnar „skopstæli rúnir
ristar á horn og kefli, stafi sem standist eyðingu“.27 Kaaren Grim-
stad fullyrðir að „sagan um bein Egils falli vel að stækkun höf-
undarins á hetjunni í tröllsleg hlutföll“.28 Margaret Clunies Ross
skrifar að „líkamlegt útlit [Egils] sem dökkrar, ljótrar, grófrar og
24 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, bls. 152-153.
25 Bjarni Einarsson, „Hörð höfuðbein" í Minjar og menntir: Afmœlisrit helgað
Kristjáni Eldjárn 6. desemher 1976 (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1976), bls. 50. I útdrætti aftan við greinina bætir Bjarni við: „Höfundur álítur
að uppgröftur og flutningur beina nafnkenndra persóna í sögunum [...] sé
bókmenntaminni“, bls. 54. Þessi skoðun endurómar í stuttri grein um bein
Egils eftir Þóri Óskarsson, „Kollgáta í Eglu“ í Sólhvarfasumbl: Þorleifi
Haukssyni fimmtugum 21. desember 1991, ritstj. Gísli Sigurðsson (Reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar 1992), bls. 71-72.
26 Bjarni Einarsson, bls. 50.
27 Laurence de Looze, „Poet, Poem, and Poetic Process in Egils Saga Skalla-
Grímssonar", Arkiv för nordisk filologi 104 (1989): 123-142.
28 Kaaren Grimstad, „The Giant as a Heroic Model: The Case of Egill and
Starkaðr", bls. 284.