Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 247
SKÍRNIR
STEINNINN OG STRÍÐSTERTAN
241
en Fortbildung sem er algengara hefði þurft að vera með. Endurkosning
no. er þýtt sem ‘NachwahT en Wiederwahl vantar, póstburðargjald
‘Postgeþuhr’ en Porto kemur ekki fyrir.
Ýmis orð sem hafa komið inn í málið á síðustu árum eru í bókinni.
Dæmi: umhverfisvœnn, tjónþoli, stafrænn, staðgreiðslukerfi skatta, um-
hverfisvernd og vasadiskó. Jafnframt má finna dæmi um orð sem sjálf-
sagt hefði verið að taka með í bókina en eru þar ekki s.s.: nýöld, geim-
vera, kvennaathvarf, landgræðsla, búri, reynsluheimur og landkynning.
Fyrir kemur að dálítillar ónákvæmni gæti við þýðingar íslensku upp-
flettiorðanna á þýsku. Tvöfaldur í roðinu er einungis þýtt á þýsku sem
‘zu zweit’, merkinguna ‘falsch, unaufrichtig’ vantar. Ganga um e-s staðar
eins og grár köttur er þýtt sem ‘bei jmdm aus- und eingehen’. Bei jeman-
dem aus- und eingehen merkir að ‘vera heimagangur einhvers staðar’.
Skipta um gír er þýtt með ‘den Gang wechseln’ en rétt hefði verið að
hafa með höher/runter schalten þar sem það er algengara.
Sums staðar eru hinar þýsku þýðingar íslensku uppflettiorðana úrelt-
ar eða lítið notaðar í nútímamáli og sama máli gegnir stundum um ís-
lensku uppflettiorðin. Dæmi: launþegi ‘Gehaltsempfánger’, Arbeitneh-
mer vantar og sætabrauðsbúð ‘Konditorei’.
I Islensk-þýskri orðabók eru þýðingar íslensku uppflettiorðanna yfir-
leitt gefnar á háþýsku, þ.e.a.s. ekki eru gefin þau afbrigði sem takmarkast
við austurrísk og svissnesk afbrigði. Þetta er mjög algengt í tveggjamála-
orðabókum. Á síðustu árum hafa þýskir orðabókafræðingar töluvert
rætt og ritað um að á þessu þurfti að verða breyting. Slíkar breytingar
eiga þó trúlega mjög langt í land. I tilefni af þeirri umræðu má benda á að
oft er töluverður munur á orðaforða innan þýska málsvæðisins. Stúd-
entspróf er á þýsku Abitur eða Matura (austurrískt), tómatur er Tomate
eða Paradeiser (austurrískt) og blómkál er Blumenkohl eða Karfiol (aust-
urrískt).
Notendur
íslensk-þýsk orðabók getur komið fjölbreyttum notendahópi að gagni.
Nemendum sem læra þýsku í framhaldsskólum og á háskólastigi getur
hún gagnast vel, en vissulega er ekki loku fyrir það skotið að hefðbundn-
ar orðabókaþýðingar geti komið fyrir í verkefnum þeirra, ekki síst fyrir
þá sök að merkingargreiningu vantar í bókina. Þýðendur sem þýða á
þýsku eða á íslensku hafa ekki haft aðgang að mörgum íslensk-þýskum,
þýsk-íslenskum uppflettiritum og því mun Islensk-þýsk orðabók auð-
velda þeim leitina að rétta orðinu.
íslenskir notendur úr verslunar- og viðskiptalífi finna í bókinni þýð-
ingar á uppflettiorðum eins og greiðsluskilmálar, greiðslutími, greiðslu-
kjör, afhending, afhendingardagur, afgreiðslutilkynning o.s.frv. Þeir sem
vinna við ferðaþjónustu geta í fyrsta sinn flett upp í íslensk-þýskri